Úrval - 01.07.1972, Blaðsíða 142
140
ÚRVAL
rRjamaöurinn: „En setjum nú sem
svo, að þetta gerðist?” Leiösögumað-
urinn hugsaöi sig um sem snöggvast
og svaraöi síöan: „Ég býst viö þvi, aö
pariö yröi kallaö fyrir byltingarnefnd-
ina, sem mundi reyna aö telja um fyrir
þeim og fá þau til þess aö skynja villu
sins vegar.”
Bandarikjamaöurinn spuröi þá:
„En hvaö geröist þá, ef þau héldu
samt áfram aö elska hvort annað?”
Þá svaraöi leiðsögumaöurinn: „Þá
heföi byltingarnefndin engin önnur ráö
en aö setja þau I fangelsi fyrir aö
óhlýönast boöum Maos formanns og
fyrir aö láta tima fara til spillis, sem
eyöa ætti á jákvæöari og virkari hátt.”
„Of dýrt”
Síðasta áldarfjóröunginn hef ég
þekkt hina háværu og lifsglööu Kin-
verja i Honululu, Singapore og Hong
Kong. Þegar rökkriö sigur yfir þessar
borgir, getur aö lita menn, sem leika
mah-jongg af slikum krafti og slikri
innlifun, að þaö má heyra hróp þeirra
og hlátra yfir i næstu götu. Ég hef séö,
hve gaman þeim þykir aö þvi aö dansa
og sýna aödáun sina á fallegum
stúlkum. Ég get ekki trúaö þvi, aö
Mao hafi kæft þessa.lifsgleöi, þessa ást
á lifinu til langframa. Hún hlýtur aö
koma fram siöar meir.
1 fyrstu spuröu allir Bandarikja-
mennirnir, sem sáu hinar aödáunar-
veröu borgir Kina, sem voru lausar viö
þjóöfélagslega ólgu og umrót: „Hvers
vegna geta okkar borgir ekki verið
svona?” Tveir tæknimenn sögöu viö
mig: „Kannske er kominn timi til, aö
viö framkvæmum einhverjar af hug-
myndum Maos heima.” En I feröalok
voru samt næstum allir á þeirri
skoðun, aö framfarirnar i Kina heföu
veriö of dýru verði keyptar, fólk heföi
þurft aö afsala sér of miklu mannlegu
frelsi. Viöfangsefni þaö, sem Kina
þarf nú aö leysa, er aö finna aöferö til
þess aö viðhalda röö og reglu og jafn-
vægi I þjóöfélaginu en veita jafnframt
fólkinu frelsi i einhverjum mæli. Viö
fangsefni Bandarikjanna er aö viö-
halda frelsi þegna sinna en koma jafn-
framt þjóöfélagslegu jafnvægi á aftur.
Þaö munu liöa nokkur ár, þangað til
viö munum geta metiö þaö réttilega,
hver hefur oröið hinn varanlegi stjórn-
málalegi árangur af ferð þessari. En
hinn varanlegi sigur þessarar viku er
nú auösær. Eftir tuttugu ára timabil
hafa Bandarikjamenn nú séð Kina
aftur. Meö hjálp sjónvarpsins hafa
þeir snætt kvöldverö með Chou for-
sætisráöherra, gengiö meö Nixon for-
seta eftir Kinamúrnum mikla, stigiö
inn I Hina bönnuöu borg, hitt kinverskt
verkafólk og kinversk börn. Og kin-
verskir leiötogar komust nú I nána
snertingu viö Bandarikjamenn. Kin-
verskir fréttamenn hittu bandariska
starfsbræöur sina aö máli og rökræddu
viö þá. Og þeir uröu sem steini lostnir,
þegar þeir geröu sér grein fyrir þvi
frelsi, sein viö njótum. Þeír uröu vitni
aö kraftaverki þvi, sem fólgiö er i
fréttaflutningi meö hjálp gervi-
hnattar. Þeir hrósuöu okkur Banda-
rikjamönnum hvað eftir annaö fyrir
tæknilega hæfni okkar.
Ég er samþykkur mati Nixons for-
seta um gildi fararinnar, sem hann
orðaöi á eftirfarandi hátt eftir heim-
komuna til Washington: „Grund-
vallarmarkmið þessarar feröar var að
koma á aö nýju samskiptum viö Al-
þýöulýöveldiö Kina eftir heilan
mannsaldur, sem einkenndist af
fjandskap. Viö náöum þvi takmarki
okkar.”