Úrval - 01.07.1972, Side 150
148
ÚRVAL
haföi samt uppgötvaö þaö, svo að lítið
bar á, að það var dálítið að þessari dá-
samlegu, nýju gjöf, sem gerði það að
verkum, að ég gæti aldrei klæðzt henni
utan landareignar minnar ... hnappa-
götin höfðu verið gerð vitlausu megin!
Hárskerinn hæddur
Þvl er eins farið með foreldra, sem
mæta nýjum aðstæðum fyrsta sinni og
fallhlifarstökkvara, sem eru að stökkva
sitt fyrsta stökk. Það er byrjunin
sem er hroöalegust. Og hvort sem
elzta barninu likar það betur eða verr,
þá er það hlutverk þess að skóla for-
eldrana svolltið til, hvað snertir skiln-
ing á óhjákvæmilegum umbreytingum
og uppátækjum æskuáranna.
Eftir að Carol komst á gelgjuskeiðið,
varð hárið henni erfiðasta og tiðasta
misklíðarefni móður og dóttur. Móðir
hennar hélt þvl fram, að það ætti að
bursta það aftur frá enninu, svo að
ennið sæist vel. En Carol fannst á hinn
bóginn, að slíkt útlit heyrði algerlega
fornöldinni tii. Ég gat ekki skilið,
hvernig málefni þetta gat verið svo of-
boðslega mikilvægt, að það gæfi tilefni
til sllkra endalausra og árangurs-
lausra umræðna og deilna.
>,I guðanna bænum, barn,” sagði
Evie við þessa 12 ára dóttur sina við
morgunverðarborðið einn sunnudags-
morgun. „Þú lltur miklu fremur út
sem fjárhundur en margir fjár-
hundarnir sjálfir! Ég held, að þú ættir
a* fá þér permanent.”
,,Þú veizt, að ég hata permanent,
mamma,” svaraði Carol gremjulega.
„Hausinn á mér verður eins og á lambi
I ofsaroki.”
Ég tók upp sunnudagsblaðið og las
það allt saman. Þegar ég lagði það
loks frá mér, voru móðir og dóttir enn
aö ræða sama vandamálið og rak
hvorki né gekk. En nú voru þær bara
orðnar háværari en áður. Þaðvarekki
fyrr en Evie var farin af stað I kirkju
með yngri dæturnar þrjár, aö mér
tókst að leggja minn viturlega skerf til
málanna. „Nú er bráðum komið
sumar,” sagði ég við Carol. „Hvers
vegna læturðu ekki klippa þig „stráka-
klippingu” og lætur það svo gott heita.
Þá gætirðu samt látið hárið falla fram
á ennið, en þú þyrftir ekki að ganga I
gegnum vltiskvalir nýs permanents”.
Fyrst fitjaði hún upp á sitt freknótta
trýni, og átti það að tákna neikvætt
viðbragð. En svo ihugaði hún hug-
mynd þessa I alvöru, eftir að ég hafði
bent henni á, hversu þægileg sllk hár-
greiðsla hlyti aö verða I sumarhit-
unum. Skyndilega hló hún upphátt og
sagði „Heyrðu annars, mikið væriþað
nú gaman að koma mömmu þannig á
óvart.”
Svo þagði hún dálitla stund, en leit
slðan aftur á mig með púkasvip á and-
litinu. „Sagðirðu mér ekki einu sinni,
aö þú og skipsfélagar þinir I flotanum
hefðuö klippt hver annan? Hvers
vegna getur þú þá ekki gert það sama
fyrir mig?”
Ég starði hugsi I gólfið. Að visu
hafði ég klippt hausana á nokkrum
vinum mlnum I flotanum fyrir tuttugu
árum. En þá gerðu þeir sér llka grein
fyrir þvi, að þeir mundu ekki stiga I
land næstu sex vikurnar. En segði ég
aftur á móti við Carol, að ég þyrði ekki
að verða við þessari beiðni hennar,
kynni hún að örstuttri stundu liðinni að
notfæra sér þau sérréttindi konunnar
að skipta um skoðun I flýti og mundi þá
alls ekki leyfa mér að skerða hár á
höfði sínu.
Fimm minútum slðar vorum við tvö
farin að flissa eins og fifl, þegar hún
var búin að koma sér fyrir I stól I dag-
stofunni með handklæði breitt yfir
herðarnar. Ég veifaði skærunum og
greiðunni æðislega eins og þaulvanur