Úrval - 01.07.1972, Side 155
KVENNABÚRIÐ MITT
153
fingur.undir höku sér og leit upp I loftiB
og ranghvolfdi augunum. Meö þessum
kjánalátum var hún að segja mér, að
hiln væri alveg búin að jafna sig og að
hún liti nú talsvert bjartari augum á
lifið en áður. Ég skellihió að heimsku-
lega svipnum á henni, geiflaði mig
framan í hana og rak hana svo I rúmið.
,.Hvaö hafið þið Carol verið að tala
um?”spurðiég, þegar við Evie vorum
orðin ein.
„Æ, heilmargt. Hún litur mjög
heimspekilegum augum á kvöldið
núna, þegar henni hefur gefizt tími til
þess að hugsa um það i réttu ljósi.
Fæstar af vinkonum hennar dönsuðu
nokkurn dans. Hún var ekki sú eina.
Svo urðu þær allar gripnar hræðslu
samtimis og flúðu i öryggi fata-
geymslunnar. Nú, ekki geta þær búizt
við þvl, að þeim sé boðið upp i dans
frammi I fatageymslu!” Evie leit á
mig og sagði brosandi: „Heyrðu,
elskan, Carol hefði komizt I miklu
meira uppnám, ef hún hefði verið kyrr
heima I kvöld. Hún var að segja mér
það rétt áðan.”
6g hristi höfuðið og botnaði hvorki
upp né niður I þessu öllu saman.
Konan mln klappaði á kinnina á mér,
eins og ég væri góðviljaður, en þó
nokkuð sljór Sankti Bernharðshundur.
„Ég held, að kvöldið hafi verið erfið-
ara fyrir þig en Carol,” sagöi Evie.
„Þaö er töggur I henni, telpunni. Þú
skalt nú bara sjá til, að hún stendur
sig.”
Carol er boöiö á ball I fyrsta sinni
Ef hægt væri að segja, að nokkur
huggun fylgdi því að vita, að bráölega
mundi elzta dóttir min eignast vini og
aödáendur af sterkara kyninu, þá var
það helztvoninum, að skyldustörf mln
sem bilstjóri á kvöldin yrðu kannske
aðeins léttari. Það var ekki svo að
skilja, að eg þyrfti að flytja dóttur
mlna eina. Með henni var alltaf um
hálf tylft annarra unglingstelpna, sem
áttu feöur, sem höfðu vafalaust neitað
að slíta sig frá sjónvarpsskérminum.
Aftursætiö var þvi alltaf troðfullt af
simasandi unglingstelpum, og þvl
vissi ég varla, hvert ég átti að fara,
hvers vegna né hverjum ég var að aka
á þennan óljósa áfangastað. Þær
gleymdu næstum þvi alveg að veita
mér sllkar hagnýtar upplýsingar af
ákafanum I að skiptast á rniklu stór-
kostlegri fréttum sín á milli..Guð,
sástuStebbalkvöld? Hann var hvorki
meira né minna en með hárið greitt
aftur frá enninu!”
Það var aðeins örsjaldan, að mér
tókst að læða fyrirspurn inn I orða-
flóöið, t.d. þess efnis, hver ætlaði úr
fyrst og hvar og hvaða leiö ég ætti að
fara til þess að komast þangað. Og
jafnvel þegar ég var svo stálheppinn,
að fá eitthvert svar, þá reyndist
sjaldan mikiö gagn I þvi. Augsýnilega
er um að ræða einhvern sérstakan
galla á kveneðlinu, sem gerir þeim of-
boðslega erfitt fyrir um að þekkja
norður frá suðri eða vinstrí frá hægri.
Þar af leiðandi fannst mér, að eftir
hverja slika velheppnaða sendiför ætti
að festa heiðursmerki á bilhuröina til
þess að gefa til kynna, að þessi faöir
hefði enn einu sinni innt af hendi þjón-
ustu, sem var meiri en ætiast mætti til
með nokkurri sanngirni.
En loks rann svo kvöldið sæia upp,
sem ég haföi bæöi hlakkað til og óttazt
I senn. Carol hafði verið boðið út I
fyrsta skipti, þ.e.a.s. á skólaball. Þvi
biðu nú heilmörg ný vandamál úr-
lausnar á næstunni.
Carol velti þvl fyrir sér af miklum
taugaóstyrk, um hvað þau gætu talað i
heilar fjórar stundir. Hún er mjög
reglusöm persóna, sem vill hafa röð og