Úrval - 01.07.1972, Page 159
KVENNABÚRIÐ MITT
Og nú höföu þær kennt 150 nemendum
og gátu litið yfir farinn veg með
ánægju. Viðfangsefni þetta hafði
kennt þeim, hversu mikils virði það er
að afreka eitthvað persönulega og hvi-
lika ánægju það veitir manni að ljúka
verki með göðum árangri. Með tár i
augunum og rósir I fanginu brostu þær
innilega til áhorfenda.
A bernskuárum sinum hafði Caroi
verið mjög feimin og óörugg I fram-
komu. Hana skorti sjálfstraust. Og
svo hafði sjálfstraust hennar smám
saman vaxið vegna hvatningar og
ástar þeirrar, sem hún naut innan fjöl-
skyldu sinnar, fyrst á einu sviði og
siðan á öðru, þangað til hún gat nú
staðið frammi fyrir áhorfendunum,
róleg og geislandi, eins og sönn prins-
essa, sem vissi nákvæmlega, hvernig
hún ætti að hegða sér. Gamli leik-
fangasmiðurinn stóð óséður að tjalda-
baki. Það fóru viprur um andlit hans,
og hann gætti þess að þurrka sér vel
um augun með handarbakinu, áður en
prinsessan kom til hans og sagði:
„Þakka þér fyrir að hjálpa til enn einu
sinni, pabbi. Þakka þér kærlega
fyrir.”
Yndislegt brúðkaupsafmæii
Við Evie héidum upp á tuttugu ára
brúðkaupsafmæli okkar með þvi að
fara á skauta ásamt telpunum á tjörn i
skóginum spölkorn frá húsinu okkar
með nesti og nýja skó. Þegar við
gengum á milji snæviþakinna greni-
trjánna i skög’.ium, varð okkur hugsað
til þess, að það eina, sem vantaði þetta
stjörnubjarta kvöld til þess að gera
það fullkomnað, væri Carol, sem var
nú fjarri heimili sinu að búa sig undir
vorprófin og mátti engan tima missa
frá próflestrinum. Vissulega var það
ærin ástæða fyrir hana að hafa ekki
Enn ginntur I leikarahlutverkið.
I