Úrval - 01.01.1973, Síða 7

Úrval - 01.01.1973, Síða 7
LANGA SUNDIÐ 5 Nú jókst Lennon aftur trú á, aö honum tækist þetta, og hann neytti þvi ýtrustu krafta. Og aö lokum náöi hann til bátsins og klöngraðist um borö. Það voru liðnir sex langir klukkutfmar, sfðan hann hafði yfirgefið bátinn. Hann lá hreyfingarlaus á þilfaninu i nokkur dýrmæt augnablik of örmagna til þess að geta hreyft sig. Siðan neyddi hann sjálfan sig til þess að setja vélina i gang og sigla af stað. Hann varð að láta likamsþungann hvfla á stýrinu. Og þannig þaut hann af stað i vesturátt f áttina til þess staöar, þar sem hann hafði yfirgefið Glendu. En þar var sólin nú að sökkva f jaðegrænt hafið, allt of hratt, að þvi er honum virtist. Áhafnir á rækjubátunum frá Homosassa, sem voru á útleið, heyrðu tiöar hjálparbeiönir hans i sendi- stöðinni og komu á vettvang til þess að taka þátt f leitinni. Þær sendu einnig hjálparbeiöni hans áfram til lands með sinum sterku sendistöðvum. Að nokkrum klukkustundum liðnum voru fjölmargir bátar komnir þangað á vettvang, bæði einkabátar, strand- gæzluskip og fleiri rækjubátar. Leitar- ljósum var beint fram og aftur um haf- flötinn. Leitarflugvél strandgæzlu- liðsins, sem bækistöð hafði f St. Petersburg, flaug nú yfir skipin. En Glenda fannst samt hvergi. „Mér þykir þetta leitt, Spunky minn.” Þegar Róbert synti burt um mitt siðdegið, trúði Glenda þvf statt og stöðugt, aö hann kæmi brátt aftur i bátnum. En ótti hennar jókst sifellt, þegar hver klukkutiminn leið af öðrum og myrkrið nálgaðist stöðugt. Kannske hafði honum ekki tekizt að komast til bátsins. Kannske týndu þau bæði lifi. Spunky haföi hvilzt um hríð og virtist alveg rólegur. En smám saman tók hann að skynja ótta Glendu f rfkara mæli og smitaðist af honum. Hann fór aö klóra f hana og reyna að skrfða upp á axlir henni. Æðisgenginn fyrirgangurinn I honum kaffæröi hana hvað eftir annað. Hún reyndi að róa hann með þvf að halda honum á floti með útréttum handlegg. Sfðan reyndi hún að halda honum f faðmi sér. En hann hélt áfram að berjast um sem trylltur væri, og að lokum varð áreynslan þessari þreyttu stúlku um megn. „Spunky minn, mér þykir þetta leitt,” sagöi hún lágt. „Farðu vel.” Hún sleppti taki á honum, og augnabliki siðar voru þau aðskilin. Hún gat ekki fengið þaö af sér að horfa á eftir honum, þegar hann fjarlægðist hana. Þegar sólin seig til viðar, minntist hún sagna um árásir hákarla úti á Mexikóflóa. „Nei, ekki þaö, góði guð.” tautaði hún bænarrómi. Sundfitin skárust inn f hæla hennar, þar eð hún þurfti stöðugt að sparka frá sér til þess að halda sér á floti. Þreytan var nú farin að segja til sin, og hún varð nú sf- fellt meira veikburða. Lfkami hennar haföi þornað óskaplega upp f sterku sólskininu, og þvf tók hana nú að þyrsta ofboöslega. En hún vissi, aðihún mátti ekki drekka saltan sjóinn. Það höfðu komið talsverðar vind- hviður ööru hverju, sem höfðu smám saman gerzt tfðari og sterkari. Nú skall á stormur, og þaö tók að rigna. Iskalt regnið steyptist úr loftinu. Ferskt rigningarvatnið svalaði saltbrenndum vörum hennar, en sjórinn var svo ókyrr, að það var erfitt fyrir hana að halda öndunarpfpunni upp úr honum. Sjórinn I Mexíkóflóa er tiltölulega hlýr, en samt var likamshiti hennar að byrja að lækka. Hún fann til kulda, og jafnframt þvf sótti á hana höfgi þrátt fyrir eldingarnar og þrumurnar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.