Úrval - 01.01.1973, Síða 22

Úrval - 01.01.1973, Síða 22
20 trjánna og draga þaðan út borkjarna, sem eru á við blýið i blýanti i þvermál. Síðan er lesið úr þessum árshringjum meðhjálp smásjáa og þeir skoðaðir og greindir i rannsóknarstofum af sömu ákefð og tunglgrjót. (Slíkar boranir gera trénu ekkert tjón, þvi að borholurnar fyllast af trjákvoðu, sem hefur lækningarmátt fyrir tréð). Elzta burstaköngulfuran, sem enn hefur fundizt á lifi, stóð fyrir neðan Wheelertind i miðausturhluta Nevadafylkis. Hún var næstum 5000 ára gömul, þegar hún var þvi miður höggvin árið 1964 og bútuð i sundur til rannsókna og sýnis. Núverandi meistari er i Hvitufjöllum i Kaliforniu og er yfir 4600 ára gamall (en elzta risasequoia, rauðviðarfuran, sem um er vitað, en þær voru lengi vel álitnar vera elztu lifandi tré heims, er aðeins 3215 ára gömul). Margar bursta- köngulfurur voru orðnar fullþroskaðar á gullaldartima Aþenu og voru farnar að fá á sig ellimörk, þegar Rómaveldi kom til sögunnar. Vöxtur þessa trés á þurrum og köldum stöðum sýnir furðulega mikil viðbrögð við árlegum mismuni og raka. Hinir mismunandi ársvaxtar- hringir, sem eru ýmist breiðir eða mjóir, mynda ákveðin mynztur i viönum. Þegar slik mynztur hafa verið rannsökuð og einkenni þeirra ákvörðuð, er hægt að nota þau til þess að aldursákvarða ársvaxtar- hringjaraðir i öðrum trjám (hvort sem um burstaköngulfurur er að ræða eða ekki), einnig i viðarbútum, sem finnast i fjallshliðum, og i viðarbitum og bútum i fornum rústum, jafnvel i sviðnum og hálfbrunnum viðarleifum ævafornra eldstæða. I trjáársvaxtarhringjarann- sóknarstofu, sem er við Arizona- háskóla i Tucson hafa sérfræðingar búið til meistaralegt „dagatal”, sem grundvallast á ársvaxtarhringjum i lifandi burstaköngultrjám og löngu dauðum leifum slikra trjáa. Sam- kvæmt þessu "dagatali” hefur hvert ár fundizt og verið ákvarðar ailt aftur til 6200 fyrir Krist. Og frekari upp- lýsingar um hvert ár hafa síðan fengizt við rannsókn á byggingu frumanna i hinum ýmsu árshringjum. Þvi má þannig skoða þessar furur sem eins konar lifrænar tölvur, sem skrá sjálfkrafa náttúrufyrirbæri og iifs- skilyrði á hverjum tima. Hvernig getur tré lifað svona furðu- lega lengi? Það er mótsögn, að yfir- leitt finnast elztu fururnar á hinum óaðgengilegustu og hrjóstrugustu stööum, I bröttum og grýttum fjalls- hllðum I 3000 m hæð yfir sjávarmáli eða jafnvel enn ofar, þar sem er mjög lltill jarðvegur og einnig litil úrkoma. Hafa aðstæður, sem maðurinn álitur að megi teljast til erfiðra lifsskilyrða, ef til vill stuðlaö að langlifi þessara trjáa? öll tré, sem eru eldri en 1500 ára, hafa aðeins ræmur af trjáberki upp eftir bol sínum, en slikt hægir á vextinum og veldur þvi, að frumur verða þéttar I sér og að I viðnum myndast mikið af kvoðuleiðslum. Viður, sem myndast þannig, stuðlar að viðhaldi lifs I árþúsundir. Trén standa jafnvel lengi eftir dauða sinn, allt að þvi I 2000 ár. Viður þess kann að haldast litt skemmdur i 4000 ár og eyðist þá frekar við veðrum og molnun en að hann rotni. Burstaköngulfurur, sem lifa við betri lifsskilyrði, vaxa hraðar, deyja fyrr og rotna fljótt. Við finnum til eins konar lotningar i návist sliks furðulegs aldurs. Hlýtur ekki a’ð vera fólgin einhver stórfengleg dulin merking i lifandi „timatali”, sem nær allt aftur til Konfúsiusar og Búddha, Mósesar og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.