Úrval - 01.01.1973, Page 118

Úrval - 01.01.1973, Page 118
116 ÚRVAL sem af honum fór, en hann var sagður ósigrandi. Skák nitjándu aldar einkenndist af yfirburðum Breta. En áður en komið er að þvi, ber að vikja aö lengsta skák- einvigi sögunnar. Áriö 1834 tefldu hvorki meira né minna en áttatiu og fjórar skákir þeir, Alexander M Donnell, þekktur hagfræöingur og ritari Vestur—Indiaverzlunarráðsins i Lundúnum, og Frakkinn, Louis de la Bourdonnais. Sá siðarnefndi vann, að þvi er virðist með fjörutiu og fjórum vinningum gegn þrjátiu og sjö (þrettán voru jafntefli). Mest spennandi skákin einviginu var sú fimmta, þegar M Donnell fórnaði I þrettánda leik drottningunni til þess að ná upp vinningsstöðu i þritugasta og sjötta leik. Svo mikill áhugi vaknaði á þessu einvigi, að það ól af sér tvö Ijóð. Þrítugasta og niunda skákin, sem De la Bourdonnais vann, var tilefni annars, sem hét „Une revanche de Waterloo” (Hefndin fyrir Waterloo), en sú fertugasta og fjórða sem M Donnell vann, var tilefni hins, sem hét „Caissa redivia” (Afturkoma skákarinnar). Á árunum 1830 til 1840 bergmálaði svo þessi áhugi I Frakklandi, Bretlandi og Þýzkalandi I flóði skák- tlmarita, skákþátta I blöðum og aukinni skákútgáfu. Og öll þessi hreyfing sameinaðist'svo I þvf, að haldið var fyrsta alþjóðlega skákmótið með þvi sniði, sem menn þekkja svo I dag. Það var á heimssýningunni 1851. Aðalhvatamaður þess var hinn ókrýndi heimsmeistari i skák. Englendingurinn Howard Staunton (1810—74). Hann vann sér titilinn með þvl að sigra franska meistarann, St. Amant, I Paris 1843 (11 skákir gegn 6-, en fjögur jafntefli)hélthonum til 1851. Staunton, sem sagður var launsonur fimmta jarlsins af Carlisle gat sér frægð fyrir mikinn fróðleik um Shakespeare, fyrir rómaða skák- handbók og fyrir Staunton keppnis- kerfið. Hann var ráðrfkur I lund, þótt hann væri hægfara I skákum slnum, og hann undirbjó alþjóðlega mótið 1851 I þeirri vissu, að þar mundi hann sigra. En þegar á hólminn kom, var þar þýzkur skólameistari frá Breslau, Adolf Andersen, sem fór með sigurinn. Þvl lagði Staunton skákina á hilluna eftir mótið. Upnhaf yfirburða gyðinga En hugmynd Stauntons um alþjóðlegar skákkeppnir öðlaðist svo feikilegar vinsældir, að nú spruttu upp óteljandi skákmót á baðstöðum, I höfuðborgum og vinsælum ferðamannastöðum. öll kepptust þau um að laða að sér sem flest skákljón með þvi aö bjóða æ rikulegri peninga- verðlaun. Eðlilegar afleiðingar þessa urðu þær, að upp spruttu skákstofnanir, og hafði Bretland forystu um það. Skákmenn af útlendum ættum gerðust atvinnumenn, sem veittu klúbbnum forstöðu, eða þá að þeir stofnuðu slna eigin — eins og t.d. Skákklúbbar herra Klings I Nýja Oxfordstræti. Og það var I London 1866, sem fyrsta heims- meistaramótið var haldið. Þar háöu einvigi Andersen, þýzki skólameistarinn, og Vilhjálmur Steinitz, gyðingur frá Prag. Sá slðar- nefndi vann og hélt titlinum til 1894, og sigraði marga sterkustu skákmenn slns tíma, Blackburne, Chigorin, og Zukertort. Þessi sigur var upphaf yfir- burða gyðinga I skák, þvl að Steinitz tapaði titlinum í hendur annars gyðings, Emanuel Laskers, frá Þýzkalandi. Sá slðarnefndi hélt titlinum til 1921. A þessum tlma tapaði
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.