Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 20
28
leyndarmál, sem viö skýrum frá!
Hvað fær okkur til þess aö skýra
frá einkamálum, sem viö höfum
alls ekki ætlað okkur að opin-
bera öðrum? Ástæðan er sú, að
hvötin til þess að deila vitneskj-
unni með einhverjum öðrum
verður smám saman svo sterk, að
henni halda engin bönd. Um slíkt
er oft að ræða, þegar við búum
yfir einhverri sektarkennd.
Hvað eftir annað verður lög-
reglan fyrir því, að glæpamenn
gefa sig fram af frjálsum vilja,
vegna þess að þeir geta ekki leng-
ur afborið sektarkenndina einir.
Það er til dæmis' ekki langt síð-
an, að ungur faðir gaf sig fram
við lögregluna. Fyrir átta árum
hafði hann verið ákærður fyrir
þjófnað, en hafði verið látinn
laus gegn tryggingu. Hann hafði
brugðizt því trausti og notað
tækifærið til þess að flýja. Sekt-
arkenndin lét hann aldrei í friði.
Stundum skýrir hinn seki sjálf-
ur frá leyndarmáli sínu, vegna
þess að liann óskar þess í raun
og veru, að upp um hann komist.
Ég vcit um gifta konu, sem átti
í ástarbralli við annan mann og
bað mann þann að hringja til sín
á þeim tíma, er hún var viss um,
að maður hennar yrði heima.
Þetta gerði hún til þess að binda
ÚH VAL
endi á brallið, en þess óskaði hún
í raun og veru.
Ef til vill er þýðingarmest að
hafa þetta í liuga:
Traust, auðsýnt manni, er raun-
verulega gjöf, sem einliver hefur
gefið manni. Bregðist maður
slíku trausti, er það hið sama og
að gefa gjöf, sem einhver vildi
gefa manni, vegna þess að hann
áleit mann þess sérstaklega verð-
an að eiga hana.
Fjórar reglur til þess að
hjálpa manni til að Þegja yfir
leyndarmáli:
1. Takmarkaðu fjölda leyndar-
málanna: Og einbeindu þér
að því að Þegja yfir nokkr-
um þeirra.
2. Merktu þau í huga þér: „í
trúnaði".
3. Reyndu að setja þig í fót-
spor vinar þíns. Hvað skyldi
honum finnast um það, að
skýrt yrði frá leyndarmál-
inu, sem hann trúði þér
fyrir ?
4. Ef þú segir frá leyndarmáli,
skaltu biðja afsökunar:
Strax! Ef þér finnst það leitt
að hafa skýrt frá leyndar-
málinu og þú lýsir því hrein-
skilnislega yfir, kann það
einmitt að verða til Þess, að
þú þegir í næsta skipti!