Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 128
136
ÚRVAL
taki við skónum af þeim eldri og
er þá oft ekki tekið tillit til, að
skórnir kunna að vera of litlir
eða of stórir. Meðferðinni á skóm
er líka oft mjög ábótavant, þeir
ekki hirtir í bleytutíð og látnir
verpast og aflagast.
Ellefu og tólf ára gamlar telp-
ur — og jafnvel enn yngri — fá
að ganga á „tízku“-skóm. En fót-
arbeinin ná ekki fullum þroska
fyrr en um seytján ára aldurinn.
Hinir mjúku, hælalausu striga-
skór, sem margar „stúlkur“ klæð-
ast nú, eru mjög varhugaverðir,
þar sem þeir veita fætinum ekki
nægilegan stuðning. Enn skað-
legri eru hælaháu skórnir, sem
kvenfólkinu finnst sáluhjálpar-
atriði að troða fótunum í. Það
er ekki óalgeng sjón að sjá skóla-
telpur á þessháttar óskapnaði,
þegar þær eru í fríi úr skólanum.
Árið 1957 var þess getið í heil-
brigðisskýrslum í Englandi, að
árinu áður hefðu 10 milljónir
manna fengið einhverja meðferð
í sjúkrahúsum vegna fótakvilla
og að auki fimm milljónir látið
gera á sér meiriháttar skurðað-
gerðir á fótum.
Aðsóknin er svo mikil hjá fóta-
sérfræðingunum, að fólk þarf að
bíða í heilt ár eftir að komast
að i sjúkrahúsum til aðgerðar á
fótum. Stundum er biðin jafnvel
miklu lengri. Einn skurðlæknir-
inn segir, að enda þótt sannanir
vanti, sé hann sannfærður um,
að óheppilegur fótabúnaður sé
orsök flestra fótakvillanna. „Það
er nauðsynlegt að ganga á rétt-
um skóm“, segir hann. „Góðir
skór geta jafnvel bjargað þeim
fótum, sem hafa tilhneigingu til
að skekkjast". „Tízku“-skórnir
eiga mikla sök á, hvernig ástand-
ið er; einnig sólar, sem hafa til-
hneigingu til að verpast, svo
gangflöturinn aflagast. Ágætt
væri, ef hægt væri að framleiða
mjög ódýra barnaskó, sem skipt
væri um á þriggja mánaða fresti".
Góðir barnaskór eru óhóflega
dýrir, og því er skiljanlegt, að
foreldrarnir veigri sér við að
kaupa þá, ef þau gera sér ekki
grein fyrir hættunni. Ódýrir
barnaskór eru oft ekki nógu hald-
góðir um hælinn, og því verða
börnin að nota tærnar til að
halda skónum á fætinum, og það
hefur oft slæmar afleiðingar.
Ef ekki verður tekin stefnu-
breyting þar sem hennar er þörf,
er ekki annað sjáanlegt en að
við (Bretar) séum á leiðinni til
að verða fótlama þjóð. Mæður eru
hættar að þvinga dætur sínar í
þröng lífstykki, — og sama
stefnubreyting þarf að eiga sér
stað með fæturna, en til þess
þarf samvinnu við framleiðendur
skófatnaðar og verzlanir.