Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 151
SAGA UM EINAR STERKA
159
sinni og skaltu hafa það fyrir
þinn helv ... slettirekuskap.
Bóndanum sauðlausa hafði
orðiö á sú frekja, að leggja hend-
Urnar fram á búðarborðið, og til
áréttingar ræðu sinni lét faktor
hnefann ríða á þær, svo að blóð
spýttist fram undan nöglum.
Nú svall Einari móður. •— Ég
heimta úttektina, hvað sem þú
segir. Og þó að við Ströndungar
séum fáliðaðir, trúi ég ekki öðru
en að eitthvað gangi á, áður en
við erum aliir að velli lagðir,
og þó þú fáir sjálfan djöfulinn
í lið með þér, skal ég hafa þá
úttekt sem ég vil; það skalt þú
sjá. Þér skal ekki takast að svelta
öreiga fjölskyldu í hel núna um
jólin, og máttu sjá sjálfum þér
fyrir annarri jólaskemmtun.
Og i þeim töluðum orðum þrif-
ur Einar utanbúðarmanninn, sem
af tilviljun var framanborðs og
Stjakar honum á undan sér með
beinum handlegg út úr kram-
búðinni og áleiðis til svonefndr-
ar Löngubúðar, þar sem mjöl-
varan var mæld og vegin.
Við þessar aðfarir slumaði í
faktor og lá við að þeim frænd-
unum féllust hendur. Varð nokk-
ur metingur um það þeirra á
milii, hvor skyldi ráðast á Einar.
Þar sem báðir hugðu sig ofur-
menni, mun þeim hafa þótt það
höfuðskömm að láta nokkurn
mann sjá, að þeir réðust á hann
báðir i senn. Ruddust þeir nú
samt framúr búðinni og verður
faktorsfrændi fyrri til, nær Ein-
ari með útanbúðarþjóninn á
plássinu, og þrífur báðum hönd-
um aftan í axlir Einari.
Þegar Einar finnur tilræðið,
snýst hann við liart og títt, læt-
ur lausan búðarmanninn, nær
með ægilegu snarræði fastatökum
á árásarmanninum, keyrir hann
upp yfir höfuð og beint á haus-
inn í tunnu, sem stóð þar skammt
frá, lét hann svo eiga sig en hélt
áfram með pundarann.
Allt skeöi þetta í svo snöggri
svipan, að faktor var ekki kom-
inn lengra en út á tröppurnar,
og þegar hann sá ófarir frænd-
ans, hrópaði hann svofelldum
órðum til pundarans:
—- Það er líklega bezt að láta
helv ... hann Einar hafa úttekt-
ina, áður en hann drepur eða lim-
lestir fleiri me-nn.
En af faktorsfrænda er það
að seg'ja, að svo dyggilega hafði
verið á eftir fylgt, að hann sat
rígfastur á lierðunum i tunnunni.
Vildi þó svo vel til að Jensen
beykir var þar nærri stadd-
ur, eins og fleiri. Sótti hann
af hinni mestu skyndingu dríf-
hoit og sleggju til að slá mann-
inn en ekki köttinn úr tunn-
unni.