Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 93
NÝTT RÁÐ GEGN BRJÖSTAKRABBA
101
þær krabbameinsfrumur, sem
kunna þegar að vera komnar út
í bióðstrauminn eða komast þang-
að meðan á aðgerðinni stendur.
Þessir eitruðu krabba-„sáðling-
ar“ festa rætur og vaxa þar, sem
þeir finna sér griðastað. Þess-
ir sáðlingar hafa minni lífsþrótt
áður en þeir festa rætur en eftir
það, enda er það regla um flest-
ar eða allar lífverur. Þess vegna
hafa læknar og vísindamenn leit-
að eftir efni, sem gæti drepið
sáðlinga, sem kunna að sleppa
út i blóðið meðan á skurðað-
gerð stendur.
En lyfið Thio-Tepa gefur góð-
ar vonir um að vera slílct efni.
Enda þótt því sé í ýmsu ábóta-
vant, sýnist það vera miklu
áhrifaríkara en lyfjagerðarmenn
höfðu ástæðu til að vona fyrir
nokkrum árum síðan.
Sagan bak við Thio-Tepa lyfið
er einhver kaldhæðnislegasti
kaflinn í sögu lyfjanna, þvi undir-
rót lyfsins er banvænt eiturgas.
í byrjun síðari heimsstyrjaldar-
innar hófu Bandamenn að fram-
leiða köfnunarefnismustarðsgas
sem mótleik við gasárásum Þjóð-
verja. Bandamenn fengu vísinda-
menn til að rannsaka gas þetta
i þeirri von, að aðferðir fyndust
til að vérjast því.
Bandamenn notuðu Bari í ítaliu
sem birgðahöfn. Aðfaranótt 2.
desember 1943 gerðu óvinirnir
árás á hafnarborg þessa og eyði-
lögðu 17 skip, og' meðal þeirra
var eitt hlaðið hundrað tonnum
af köfnunarefnismustarðs-gasi.
Sex hundruð manns urðu fyrir
gaseitrun, og af þeim létust 84.
Læknarnir, sem stunduðu hina
veiku og deyjandi menn, tóku
eftir kynlegu líkamsástandi hjá
þeim: tala hvítu blóðkornanna i
blóði þeirra var einkennilega lág.
Flogið var með sýnishorn af lík-
amsvefjunum til Bandaríkjanna
og þau rannsökuð þar.
Niðurstaðan varð sú, að af ein-
hverri óþekktri ástæðu er köfn-
unarefnismustarðs-gasið banvænt
frumum, sem skiptast ört, en
hvítu blóðkornin eru einmitt í
þeim flokki. Nú hafði dr. Corne-
lius Rhoads, sem fékkst við
krabbameinsrannsóknir, uppgötv-
að, að krabbameinsfrumurnar eru
einnig í þeim flokki. Hann dró þá
ályktun, að gasið gæti einn'ig
haft lamandi áhrif á þær.
1 stríðslokin byrjaði dr. Rho-
ads og samstarfsmenn hans að
nota köfnunarefnismustarð sem
lyf gegn krabbameini í tilrauna-
skyni. Aðrir tilraunamenn víðs
vegar um heim rannsökuðu ýms
önnur efni. Smátt og smátt urðu
til nokkur lyf, en ekkert þeirra
var fullnægjandi. Og nú voru