Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 58
66
ÚRVAL
að mestu glatað altri málfræði,
þar á meðal kynjunum.
Ekki þýðir að því að spyrja
livers vegna tungumál breytist;
hljóðbreytingarnar virðast verða
fyrir hendingu eina oftast nær.
Öðru máli gegnir uin orðfræði-
legar breytingar, þar sem mest
ber á tökuorðum úr öðrum mál-
um, oftast fyrir augljósar orsakir.
Súkkulaði og tómat verða rakin
alla leið til tungu Azleka, choco-
latt og tomatl.
Eina leiðin til að spá nokkru
um þær breytingar, sem verða
muni á enskunni í framtíðinni,
er samlíkingin, það er að segja
að gert sé ráð fyrir að þróunin
verði svipuð í framtiðinni og hún
hefur reynzt á undanförnum öld-
um. Sú tilgáta virðist nokkurn
veginn örugg, breytingarnar virð-
ast yfirleitt verða fyrir tilviljun,
og tiiviljanir eru áframhaldandi;
það getur ekki orðið mikili mun-
ur á tilviljunum á okkar tíð og
eftir eitt hundrað ár eða miiljón
ára.
Aftur á móti virðist það öruggt,
að orðafjöldinn aukist stórum —
þar ræður tilviljunin ekki eins
miklu um. Hitt er svo annað mál
hversu mörg orð allur almenning-
ur kemst þá af með. Orðafjöidinn
mun aukast að mestu leyti fyrir
sömu orsakir og hann hefur auk-
izt til þessa. Á hverju ári bætast
ný orð í enskuna, svo þúsundum
skiptir. Mörg þeirra eru tökuorð
úr Öðrum málum, en nýyrðum fer
og stöðugt fjölgandi, einkum í
sambandi við tækni og vísindi,
einnig skiptir fjöldi orða um
merkingu, sem áður eru fyrir í
málinu.
Gera má ráð fyrir að stöðugt
beri meira á tvenns konar orð-
fræðiiegum breytingum. Fyrst og
fremst eru það víxláhrif afbrigði-
legrar ensku í ýmsum löndum.
Eins og stendur verður ensk
tunga á Bretlandi fyrir miklum
áhrifum af enskri tungu í Banda-
ríkjunum, en gagnstæðra áhrifa
gætir tiltölulega títið. Yrði Ghana
einhvern tíma stórt og voldugt
ríki, er ekkert líklegra en áhrif
frá því afbrigði alþjóðlegrar
ensku, sem þar væri töluð, breidd-
ist út.
í öðru lagi er það hið svokall-
aða „slang“, stéttamállýzkurnar.
Eric Patridge hélt því fram árið
1940, að orðfræðilegar breytingar
á atvinnu- og stéttamállýzkum
væru mun örari, bæði á Bretlandi
og í Bandaríkjunum, en hvað liið
viðurkennda mál snerti. Þróunin
siðastliðin 20 ár hefur sannað, að
hann hafði á réttu að standa.
Það er fyrst nú í allri þróunar-
sögu tungunnar, að nokkrar
hömlur á málbreytingum koma
til greina fyrir aukna menntun