Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 44
52
beinni línu nákvæmlega hið sama
og fall gervilinattarins á sekúndu,
svo bilið milli hans og jarðar
verður stöðugt hið sama.
Átak aðdráttaraflsins, eða fall
gervihnattarins, og hraði hans á
braut sinni, vega þannig hvort
annað upp að þvi marki, að hann
heizt stöðugt á braut sinni, unz
einhver utanaðkomandi áhrif, svo
sem loftmótstaðan, draga úr
hraða hans, svo hlutlaust jafn-
vægi tveggja fyrrnefndra afla
raskast.
Árangur af flugtilraunum.
Dr. Siegfried J. Gerathewohl,
sálfræðingur sem starfar við
læknadeild flughersins, að Rand-
olph flugstöðinni í Texas, hefur
lýst tilraunum sem gerðar voru
með 47 menn í þotu, þar sem
náðist þyngdarleysi i 45 sekúnd-
ur. Þessar tilraunir sýndu að við-
brögð einstaklinga eru mismun-
andi gagnvart því fyrirbæri.
Tuttugu og tveim leið mjög vel
á meðan það stóð yfir, og urðu
ekki varir við aðra breytingu en
þá að það var sem þeim létti
ÚRVAb
nokkuð og fyndu til leiðslu-
kenndrar sælu.
Ellefu urðu ekki neinnar breyt-
ingar varir, en þriðji hópurinn,
fjórtán manns, fann til óþæg-
inda, flökurleika og alvarlegra
sjúklegra hreyfingaráhrifa.
„I raun réttri“, segir dr.
Gerathewohl, „virðist þyngdar-
leysið ekki valda neinni likam-
legri áreynslu".
„Hins vegar hefur það ekki
jafnþægileg áhrif á alla, lífeðlis-
fræðilega, sem fyrir því verða“.
„Tilraunir okkar sanna, að það
veldur nokkurri kenndarbreyt-
ingu, sennilega einkum fyrir
breytt skynjanaviðhorf, og má að
öllum líkindum rekja óþægindin
til þeirra“.
Þar eð um það bil einn þriðji
hluti þeirra, sem tilraun þessi var
framkvæmd á, varð fyrir áhrif-
um, sem breyttu nokkuð starfs-
hæfni þeirra og aðstöðumati, tel-
ur dr. Gerathewohl, „að nákvæmt
val geimfara og fullkominn að-
búnaður farþega með geimskipum
í framtíðinni hljóti að teljast mjög
þýðingarmikið atriði.“
Hversu fróður ertu? (Svör við spurningum á bls. 35).
1. Um 140 m, en lengra yfir vatn og að næturlagi. — 2. Heil-
brigðismálastofnunin, hefur aðsetur í Genf. •— 3. Sehilling, 100
groschen. — 4. tJr. — 5. Radium, árið 1898.