Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 33
DAUÐAGEISLAR í ALGLEYMINGI
41
verða mundi,'ef fariö væri yfir
hættumarkið. Þeim var að vísu
Ijóst, að ekki var nein hætta á
að rannsóknastöðin mundi
springa í loft upp; til þess að
sprengiefnin fengju slíkan
mátt þurftu þau að hafa visst að-
hald. En hitt var og vitað, að
geislunaráhrifin af keðjuverkun-
inni verða söm, þótt ekki sé um
þetta aðhald að ræða; efnin se-nda
frá sér sama banvæna geisla-
magnið og þegar sprengja eyði-
leggur borg og byggðir.
Og þetta átti dr. Slotin
að vera öðrum fremur ijóst; þeg-
ar hann gerði þessa síðustu til-
raun sina, höfðu að minnsta kosti
þrír af vísindamönnunum i Los
Alamos fallið fyrir þessum ósýni-
lega morðingja. Meðal þeirra var
Harry Daglian, náinn vinur og
samstarfsmaður Slotins. Það tók
Harry Daglian mánuð að deyja,
og Slotin var tíður gestur við
dánarbeð hans.
Vísindamaður, sem hlotið hafði
Nóbelsverðlaun fyrir afrek sín á
sviði eðlisfræðinnar, komst eitt
sinn þannig að orði við Slotin:
„Það er spá mín, að þú lifir ekki
út árið, ef þú heldur áfram þess-
um hættulegu tilraunum". En dr.
Slotin hélt þeim áfram, gekk
meira að segja að þeim eins og
hveTju öðru skemmtilegu verki.
„Vitanlega er þetta hættulegt“,
sagði hann einu sinni við sam-
starfsmann sinn. „En hjá því
verður ekki komizt“. Og ósjálf-
rátt vaknar hjá manni sá grunur,
að dr. Slotin hafi, án þess hann
gerði sér grein fyrir því, ekki
kosið að hjá þvi yrði komizt.
Það má kalla kaldhæðni örlag-
anna, að Slotin vissi að þetta var
í síðasta skiptið, se-m hann fram-
kvæmdi þessa eftirlætistilraun
sina, eftir að hann hafði endur-
tekið hana hvað eftir annað með
mismunandi aðferðum og við ó-
likar aðstæður um meira en
tveggja ára skeið.
Hann var stoltur af að hann
skyldi hafa verið valinn til að
framkvæma þessa tilraun varð-
andi kveikjustillingu fyrstu
kjarnorkusprengjunnar, óður en
hún var sprengd að Alamogordo.
Nú hafði hann verið kallaður til
Bikini, að vera viðstaddur
sprengjutilraunirnar þar. Hann
var í rauninni albúinn til ferðar,
þegar sú skipun barst, að hann
skyidi framkvæma tilraunina enn
einu sinni, til þess að vísinda-
maðurinn, sem áður er á minnzt
undir einkennisbókstafnum „X“
gæti numið af honum aðferðina.
Því var það að dr. Slotin kitlaði
drekann í sporðinn enn einu sinni
— og drekinn sló hann sporði
sínum og tortímdi honum.
Hvað var það, sem aflaga fór?