Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 59
TUNGUMÁL FRAMTÍÐA RINNAR
67
almennings og aukna tækni og
aukin tæki til múgáhrifa.
Hinnar tilviljunarkenndu mál-
breytingar gætir með hverri
nýrri kynslóð — börnin taka ekki
nákvæmlega upp mál foreldr-
anna. Kennararnir reyna stöðugt
að vinna gegn þessum breyting-
um — það sem er nýtt, er
„rangt“. Útvarp, sjónvarp og blöð
vinna einnig gegn slíkiim breyt-
ingum.
Öllu örðugra er að hafa hemil
í á hljóðbreytingum en málfræði-
legum og setningafræðilegum. Það
, sannast af því, að ómenntaður
maður, sem reynir að tala eins
og menntaður væri, á mun auð-
' veldara með að tileinka sér rétt
beygingarform og rétta orðaskip-
an, en breyta framburði sínum.
Við megum því gera ráð fyrir
að enskan breytist hljóðfræðilega
; á komandi tímum eins og hún hef-
' ur gért, en breytingin verði samt
hægari. Þetta leiðir smám saman
til þess að nútímaenskan grein-
ist í mismunandi tungur á sama
hátt og latínan gat af sér frönsku,
spænsku og ítölsku.
Það iítið, sem eftir er af mál-
fræði í enskunni, helzt hins veg-
ar sennilega óbreytt, ef til vill
í þúsundir ára. Aftur á móti er
líklegt að setningafræðin taki
liinum furðulegustu breytingum.
Það er ekki útilokað að hugsa
sér ýmsa hluti án tungumálslegr-
ar tjáningar, til dærnis allt það,
sem tjáð verður með rökrænum
táknum. Rafeindaheilarnir og
aðrar slíkar vélar vinna á rök-
rænu táknmáli, ekki tungumáli.
Og vélrænu og tálcnrænu áhrif-
in munu aukast stórkostlega. Ef
til vill koma þeir tímar, að hugs-
anastarfseini þeirra hafi áhrif á
okkar hugsanastarfsemi. Og ef
svo fer, hefur það fyrst og fremst
áhrif á setningafræðina.
%
Hús á sessu.
HÚS, sem sérstaklega á að vera tryggt gegn jarðskjálfta hefur
verið reist í Ashkahabad, höfuðborg Sovétlýðveldisins Turkmen-
istan. Veggirnir snerta ekki jörðu, en hvíla á eins konar sessu
úr járnbentri steinsteypu. Vatnsleiðsla, frárennslisrör og aðrar
lagnir að og frá húsinu eru tengdar upp í húsið með sveigjan-
legum tengingum. Húsameistarinn, er teiknaði þetta hús, hafði
að fyrirmynd ýmis hús, t. d. moskur, er fornir húsagerðarmenn
reistu á sessum úr reyr.
UNESCO-Courier.