Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 126
134
Ú R V A L
TVÆR ungar stúlkur ræðast
við:
— Ég hef heyrt, að Georg hafi
beðið þig að verða konan sín. Gat
hann Þess við þig, að hann bað
mín einu sinni?
— Nei, en hann sagði, að á liðn-
um árum myndi hann eftir ýmsu,
sem hann skammaðist sín fyrir.
DÓTTIR frægrar kvikmyndaleik-
konu var látin fara í rúmið af
því að hún var geðvond og óþekk.
Þegar búið var að breiða vel ofan
á hana, sagði sú litla ofur rólega
við móður sina.
— Þegar það er ég, þá er það
geðvonzka, þegar það ert Þú, þá
eru það taugarnar.
GLBÐIMAÐUR mikill, frægur
um alla borgina, mikill kvenna-
Ijómi, en bæði fátækur og eyðslu-
samur, ef hann náði í fé, gekk
að eiga ákaflega ófríða stúlku,
sem yfirleitt hafði ekkert til síns
ágætis annað en Það, að hún var
vellrík.
Eftir að þau voru gift, fór hann
með konu sina hvert sem hann
fór sjálfur, eins og hann væri að
sýna hana öllum vinum sínum og
kunningjum. Einn vina hans sagði
eitt sinn við hann hreinskilnislega
út af þessu:
— Ég get vel skilið, að Þú
kvæntist henni vegna peninganna.
En hitt skil ég ekki, hvers vegna
þú þarft alltaf að hafa hana með
þér hvert sem þú ferð.
-— Það er einfaldlega af því,
sagði hann, að mér finnst skárra
að hafa hana með, en kyssa hana
kveðjukossinn, þegar ég fer einn.
------•
— ER blek mjög dýrt, pabbi?
— Nei, af hverju heldurðu það?
•— Mamma var svo reið, þegar
ég helti úr blekbyttunni niður í
gólfteppið.
DRUKKINN Iri var að bögglast
við að skríða inn í bílinn sinn, þeg-
ar lögregluþjónninn stöðvaði hann
og spurði:
— Ekki er meiningin að aka
bílnum ?
— Auðvitað maður, svaraði hinn,
sérðu ekki, að ég get ekki gengið.
JÁ, ég veit, að ég er svo sem
ekkert sætur, viðurkenndi unn-
ustinn.
O-jæja, svaraði konuefnið. Þú
verður nú hvort sem er mest all-
an daginn á skrifstofunni.