Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 124
132
ÚR VAL
„Ég er alveg viss um það“,
svaraði Smith og lagði fram í
réttinum rannsóknartæki sín.
Eftir að hafa útlistað, hvernig
hann notaði þau, bauð dómarinn
verjandanum orðið.
Það var þögn. Verjandinn leit
á lækninn, málskjölin, byssurn-
ar, byssukúlurnar — og hristi
höfuðið. Hann gat engar athuga-
semdir gert og hafði engar spurn-
ingar á takteinum. Smith hafði
sannað mál sitt.
Úrslit þessa máls vöktu mjög
mikla eftirtekt. Fyrirspurnum
hvaðanæva úr heiminum tólc að
rigna yfir Smith varðandi þessi
„nýju vísindi“. Og ekki leið á
löngu áður en hann meðtók sím-
skeyti, þar sem honum var boðin
staða við háskólann i Edinborg.
Fyrirlestrar prófessors Smith
í háskólanum voru mjög vel sótt-
ir, enda hafði hann lag á að gæða
viðfangsefnið lífi. Iðulega notaði
hann dæmi úr daglega lífinu til
að skýra mál sitt.
Einn daginn gekk hann rak-
leiðis úr réttarsalnum til fyrir-
lestrarsalarins og sagði við nem-
endurna: „Umræðuefni okkar í
dag verður um gildi eftirtekt-
arinnar. Ég er nýkominn frá að
sjá morðingja dæmdan. Það mun-
aði litlu, að málið kæmist alls
ekki fyrir dóm. Lögreglumenn-
irnir sannfærðu mig næstum um,
að um sjálfsmorð væri að ræða.
Maðurinn hafði verið bóndi, og
líkið fannst í garðinum fyrir ut-
an húsið, skotið i höfuðið. Húf-
an var á höfðinu, og byssan lá
upp við handlegginn. Ég sagði
við lögreglumanninn: „Þetta er
morð. Enginn maður skýtur sig
svona rækilega í höfuðið og set-
ur svo á sig húfuna. Svo er
annað: Ef þér veltið líkinu við,
getið þér séð, að graskusk er á
bakhlutanum á buxunum, og það
sýnir, að líkið hefur verið dreg-
ið hingað úr anddyrinu og skilið
hér eftir. Og enn eitt: Maðurinn
var dáinn áður en hann var skot-
inn. Hann var drepinn með öxi,
og höggið hefur verið útilátið
svona . . . .“
Nú greip Smith öxi, sem hann
hafði falið bak við ræðupúltið,
og tvihenti hana hátt yfir höfði
sér og rak hana af afli í dyra-
karminn.
Að áliti Sir Sydneys hefur
aldrei verið framinn fullkom-
inn glæpur. „En það er talsvert
til af ófullkomnum rannsóknum“,
segir hann. „Enginn maður getur
komið á einhvern stað og yfir-
gefið hann, án þess að skilja eftir
einhver merki, sem eru jafnhald-
góð og fingraför. Að finna þessi
merki jafngildir að finna mann-
inn“.