Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 161
169
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
Faðir Aicha minnti á, að þeir
hefðu komið á óvart við Badr og
átt sigurinn þvi að þakka. En
spámaðurinn vissi að allt var i
húfi, að látið yrði til skarar
skríða, og hann hélt til móts við
óvinina i fararbroddi hersins.
Orrustan var háð í hlíðum
Ohodfjalls og Abu Bekr minntist
alla ævi með hryllingi slátrun-
arinnar við Ohod. Þegar áður
en orrustan hófst, hafði einn
Medinamaður, þó ekki lærisveinn
Múhammeðs, gerzt liðhlaupi, þar
eð hann taldi óvinina of sterka.
Frændi og fánaberi Múhammeðs
féllu og Abu Bekr sást taka ör á
lofti og leggja með lensu. Andlit
hans var alblóðugt og einhver
hrópaði: — Múhammeð er fall-
inn! Við erum glataðir!
Og hinir trúuðu urðu ofsa-
hræddir. Jafnvel tengdasonur
spámannsins, Othman, lag'ði nið-
ur vopn og flúði með hinum.
Abu Bekr fór ásamt Múhammeð
og leifum hersins til Medina.
Honum var ljóst að þessi ósigur
var hættulegur, bæði trúarkenn-
ingunum og ekki síður áliti Mú-
hammeðs. — Bara Allah opin-
beraði sig!
Og strax við heimkomuna til
Medina rættist þessi ósk hans.
Hitasótt og vonbrigðin vegna ó-
sigursins ollu því að Múhammeð
féll í trans. Abu Bekr liorfði á
krampa og svitaútstreymi tengda-
sonar síns um stund, en fór svo
út í garðinn, þar sem hinir trú-
uðu biðu milli vonar og ótta, von-
sviknir og fullir örvæntingar.
— Allah hefur ekki yfirgefið
okkur! Allah talar enn við Mú-
hammeð. Ohod var ekkert nema
reynsla!
Eftir ósigurinn var allt komið
undir, hve sterk trúin var. Árásir
á guðfræði Múhammeðs, Iíóran-
inn og túlkun hans á hinni
helgu sögu, stefndu áhrifum spá-
mannsins i voða. Gyðingarnir
héldu áfram háði sínu og jafnvel
þeir sem næst stóðu Múhammeð,
vöru hikandi.
— Það verður að koma óvin-
unum á óvart og sýna, að við
fylgjum ekki einu sinni hinum
viðteknu reglum hernaðarins,
sagði Múhammeð við tengdaföð-
ur sinn.
Þar af leiðandi hófst hann nú
handa um að láta höggva niður
döðlupálma i eigu Gyðinga í
Nadir. Gyðingarnir sáu að hér
var hafin barátta upp á lif og
dauða og eftir 15 daga umsátur
hlóðu þeir varningi á 600 úlfalda
og héldu af stað við músik og
söng. Konur þeirra klæddust sínu
bezta skarti og sungu.
En Gyðingarnir urðu að skilja
eftir langmestan hluta eigna
sinna.