Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 48
56
ÚR VAL
kælt er meS rennandi vatni
(kranavatni, brunaslöngum o. þ.
h.), verður að forðast of mikinn
þrýsting, sem getur skemmt húö-
ina. Hafið vatnið það kalt, að
sviðanum sé haldið í skefjum og
hættið aldrei kælingunni fyrr en.
allur sviði er að fullu horfinn.
2. Ef blöðrur myndast, forðizt
að opna þær svo lengi sem unnt
er.
3. Notið ekki umbúðir um brun-
ann, nema óhjákvæmilegt sé. Þær
draga úr kælingu húðarinnar og
auka á vanlíðan sjúklingsins. Auk
þess gróa sár án umbúða betur,
en með umbúöum.
Bruni af völdum eiturlyfja:
1. Skolið brennda svæðið vand-
lega með hálfvolgu vatni. Gætið
varúðar að meiða ekki sjúkling-
inn.
2. Náið í lækni eða sendið
sjúklinginn til læknis, slysastofu
eða spítala og skýrið um leið frá
hvað hefur skeð og hvað hefur
ve-rið gert.
Meiriháttar bruni:
1. Ef eldur er í hári eða föt-
um, slökkvið eldinn viðstöðulaust
(sjá að framan).
2. Látið sjúklinginn leggjast
út af, helzt á hlýjum stað, til að
draga úr ofkælingu og kuldalosti.
3. Hellið (hálf-)köldu vatni eða
öðrum skaðlausum legi á brennda
svæðið og rennbleytið brennandí
föt, sem hylja brunann, með dýf-
ingu í baðker, bala, fötu, þvotta-
skál, með hellingu úr krukku,
fötu, flöskum o. s. frv., með renn-
andi vatni frá vatnskrana, sturtu,
vatnsslöngu, brunaslöngu o. s.
frv., með endurteknum dýfing-
um eða votum, köldum bökstr-
um (fyrir andlit, háls, búk).
4. Þegar fötin eru orðin nægi-
lega köld til að hægt sé að hand-
leika þau, á að klippa þau strax
af sjúklingnum með gætni, svo
að húðin skemmist ekki og lyfta
hverju stykki frá líkamanum.
Forðizt að draga föt af brennd-
um líkama (sokka, vettlinga,
buxur o. s. frv.). Hirðið ekki um
fötin, hirðið um húð þess slas-
aða. Sprengið ekki blöðrur. Ef
föt eru föst í brunasári, rífið
þau ekki af, heldur klippið í
burt öll föt umhverfis svæðið
og skiljið pjötluna eftir.
5. Þegar búið er að kæla húð-
ina og klippa í burtu heit föt,
skyldu menn gefa sér tíma til að
hugsa hvernig haga skuli með-
ferðinni.
a) Brennda svæðið verður að
kæla stöðugt, langhelzt með
hreinu vatni.
b) Sá brenndi verður að vera
hlýr og líða eins þolanlega
og unnt er. Ef höfuð, háls