Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 108
116
ÚRVAL
in og dvaldi þar samtals í fimm
mánuði. I opinberri skýrslu, sem
nýlega hefur verið samin fyrir
brezku stjórnina, er þeirri ákæru
haldið fram, að Kenyatta hafi
gengið í kommúnistaflokkinn um
þetta leyti, og þvi er bætt við,
að „áreiðanlegar upplýsingar“
hafi fengizt fyrir því, að hann
hafi lagt stund á starfshætti bylt-
ingarsinna í Leninskólanum í
Moskvu. En flestir trúa því samt,
að Kenyatta hafi slitið öll sam-
bönd sín við kommúnista
skömmu eftir þetta.
Kenyatta fór í aðra heimsókn
sína til Englands árið 1931, og
lengdist hún og varð að sjálf-
viljugri útlegð, sem stóð í 15
ár. Hann lagði stund á mann-
fræði við Hagfræðiskóla Lundúna
og árið 1938 gaf hann út rit um
Iíikuyuþjóðina, og lilaut rit það
mikla viðurkenningu háskóla-
manna. Árið 1943 giftist hann
Ednu Clarke, hvítri kennslukonu,
og ári síðar fæddi hún honum
son. Þetta var annað hjónaband
Iíenyatta, hann átti sem sé þegar
eiginkonu af Kikuyuætt heima í
Kenya.
Eftir síðari heimsstyrjöldina
byrjaði Kenyatta og útlagar úr
öðrum nýlendum Bretlands i Af-
ríku, þar á meðal Kwame
Nkrumah, núverandi forseti
Ghana, að undirbúa áætlanir um
frelsun Afriku. Peter Abrahams,
svertingi frá Höfðahéraðinu i
Suður-Afríku, minnist þess, að
einu sinni hafi ÍNkrumah stung-
ið upp á þvi, að þeir þrír skyldu
sverjast í leynilegt fóstbræðra-
lag, og átti hver þeirra að láta
nokkra dropa af blóði sínu falla
í skál og sverja síðan blóðeið um
hollustu og leynd.
„Kenyatta hló að þessari hug-
mynd,“ segir Abrahams í grein
i blaðinu „Holiday“. Hann leit
á baráttu okkar í Ijósi 20. aldar-
innar, og væri barátta sú alls
óháð hjátrúarkenndum kreddum
tengdum blóði. Að lokum fjar-
lægðist Nkrumah okkur. Við vor-
um allt of varkárir og hægfara
fyrir hans smekk.“
í september árið 1946 sneri
Kenyatta heimleiðis og skildi
eftir eiginkonu og son í Eng-
landi, en þar hafa þau dvalið æ
síðan. Kenya hafði e-kki breytzt
mikið á þessum 15 árum. Mismun-
un kynþáttanna og aðskilnaður
var óbreytt. Kikuyumönnum
hafði fjölgað mikið, ogþess vegna
var deilan um jarðnæðið enn
mikilvægara og hættulegra vanda-
mál en áður. Nýlendustjórnin
hélt áfram að neita beiðnum inn-
lendra um endurbætur á þessu
ástandi, og því gerðist stjórn-
málabarátta Kikuyumanna sifellt
leyndari.