Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 146
154
ÚRVAL
prinsinn hefSi látizt af hjarta-
siagi, og' nánari fregnir fengu dag-
biöðin ekki að birta. Ekkert var
minnzt á Maríu Vetseru, en keis-
arinn sjálfur tilkynnti móður
hennar um látið.
Stefanía var viðstödd, er þau
ræddust við. ISvo VirÖist sem
dauði manns hennar hafi ekki
komið henni með öllu á óvart,
þar sem hún hafði heyrt hann
tala um sjálfsmorð.
Nú hafði Widerhofer gert sínar
rannsóknir að Mayerling. Hann
kom aftur til Vínar seint að
kvöldi þess sama dags, og morg-
uninn eftir gaf hann skýrslu
sína.
Hann sagði við keisarann: „Ég
get fullvissað yðar hágöfgi um
það. að sonur yðar hefur ekki
þjáðst eitt andartak. Kulan hef-
ur þotið ge-gnum höfuðkúpuna,
og dauðinn hefur komið undir
eins“.
„Kúlan. — hvað eigið þér
við?“ gall Franz Jósep við.
„Krónprinsinn skaut sig ekki.
Kvenmaðurinn gaf honum eit-
ur!“
Það var ekki fyrr en lækn-
irinn hafði lýst öllu nákvæm-
lega fyrir keisaranum, að hann
lét sannfærast um, að sonur sinn
hefði virkilega skotið sig; enn-
fremur neyddist liann til að trúa
því, að hann hefði myrt ástkonu
sína, — því það hafði siazt út,
að María Vetsera hefði dáið allt
að tíu stundum á undan prinsin-
um. Hún hafði þvi ekki verið
á lífi, þegar Rúdolf talaði við
þjóninn klukkan hálfsjö.
Þrátt fyrir að allt var gert til
að lialda hinu sanna um atburð-
ina leyndu, þá barst alls konar
orðrómur um Vínarborg og langt
út fyrir takmörk hennar. Og áð-
ur en tangt um leið var það:
næstum á hvers manns vitorði,
að Rúdotf hefði ekki látizt af
hartaslagi vegna áreynslu á
dýraveiðunum, heldur hefði hann
verið skotinn. Og það vakti spurn-
inguna: Hafði hann verið myrt-
ur?
Sumir héldu því fram, að aö-
alsmenn í Ungverjalandi ættu
hér hlut að máli og að Rúdolf
hefði verið tældur til að ásælast
keisaradóm i Ungverjalandi sér
til handa. Aðrir ásökuðu Jesú-
ita, sem var í nöp við Rúdolf
vegna frjátslyndis hans. En loks
komust flestir á þá skoðun, að
prinsinn hefði skotið hjáltonu
sína í örvæntingarkasti og síðan
sjálfan sig, vegna þess að faðir
hans hafi heimtað, að hann bætti
ráð sitf.
Enda þótt það sé tatið full-
sannað, að það hafi verið prins-
inn og enginn annar, sem hleypti
dauðaskotunum úr byssunni, hafa