Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 47
LÆKNING BRVNA
55
en vatnskældu dýrin iifðu og sár
þeirra greru tiltölulega fljótt og
vel.
í síðari tilraununum voru dýr-
in kiædd í þrefaldar fiíkur til
a<5 líkja eftir fötum manna. Kom
þá i ijós, að því lengur, sem þess-
ar flíkur voru hafðar á ókældu
dýrunum, þvi fyrr dóu þau, og að
bezt var að kæla dýrin með flík-
unum strax í vatni, en losa þau
svo við flíkurnar undir eins og
þær voru orðnar nægilega kaldar.
Síðan ég var barn, hef ég bvað
eftir annað verið vitni að því
hve- góð áhrif vatnskæling hefur
haft á bruna hjá sjálfum mér
og öðrum. Þeim, sem kæra sig
um frekari upplýsingar, skal bent
á grein mína um athuganir og
rannsóknir á bruna, sem birtist
i jidí-hefti Br. J. Plast. Surg.
1959 og á grein bandaríska lækn-
isins, Dr. Shulman, sem birtist
þann 27. ágúst sl. í Journal of
American Medical Association.
í grein sinni segir Dr. Shul-
man frá 150 sjúklingum, sem
hann hefur iæknað með vatns-
kælingu einni saman. Brenndu
svæðin hafa verið misstór, allt
upp í fimmta hluta af yfirborði
likamans. Hann fullyrðir, að sárs-
auki og önnur vanlíðan hverfi að
mestu leyti við kælinguna og að
veikindatíminn og veikindin
verði þrefalt styttri og minni en
með nokkurri annarri þekktri
aðferð, þrátt fyrir það, að sjúkl-
ingarnir fengu ekki vatnskælingu
fyrr en þeir voru komnir á lækn-
ingastofu hans eða spítala. En
allt bendir til að árangur sé
miklu betri ef vatnskælingin
hefst viðstöðulaust eftir brun-
ann. Dr. Shulman reyndi þessa
aðferð hka á bruna af völdum
rafmagns og eiturlyfja með mjög
góðum árangri.
Þrátt fyrir að mjög margt þarf
enn að rannsaka í sambandi við
vatnskælingu á bruna, vil ég le-yfa
mér að koma fram með vissar
reglur fyrir almenning til að fara
eftir þegar einhver brennir sig.
Þessar reglur eru því þýðingar-
meiri, því meiri sem bruninn
er. Ef bruninn er lítill, má gjarn-
an byrja með að kæla hann með
of köldu vatni, t.d. undir vatns-
krana (ca. 8—10°), en fara svo
í hlýrra vatn þegar tími gefst til.
Minniháttar bruni:
1. Setjið brunann undir kald-
an vatnskrana, í mjóllc, sjó, snjó,
gosdrykki o. s. frv. Athugið, að
þó maður grípi til hvaða skað-
lausrar kælingar, sem hendi er
næst fyrst í stað, á að halda
áfram að kæla brunann í hreinu,
hálfköldu vatni. Yarast skal að
nota hrá egg, allar olíur, fitu og
smyrsl, þ. á m. brunasmyrsl. Ef