Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 159
167
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
•.. Sigurinn fer aldre-i einn, ann-
ar fylgir strax á eftir. Abu Bekr
elskaði ekkert barna sinna eins
og þessa stúlku, æSislega, duttl-
ungafulla, viljasterka og fyrir-
mannlega. Hann minntist jafnan
hvernig Aicha sagði frá brúS-
kaupi sinu.
— Ég var með vinkonum mín-
um, er móðir mín kom og tók
mig við hönd sér. Ég hrópaði til
mótmæla. Hún leiddi mig í eitt-
hvert hús þar, sem konur tóku
á móti mér og blessuðu mig há-
stöfum og óskuSu mér góðs geng-
is. Þær þvoðu hár mitt og gerðu
mig fallega. Og ég var ekki leng-
ur hrædd, nema um morguninn
er sendiboði guðs kom.
Daginn eftir brúðkaupið heim-
sótti Abu Bekr dóttur sína og
tengdason, í íbúð hennar í mosk-
unni. Blástur barst honum að
eyrum, er að dyrunum kom.
Sendiboði Allah sat á gólfinu og
lék sér að tveim brúðum, sem
Aicha klæddi úr og í. Hún sagði
alvarleg í bragði: — Þetta er
fyrsta kona þín, og þetta uppá-
haldskonan þín, það er ég.
Spámaðurinn fagnaði tengda-
föður sínum og minntist á
Khadija. Stúlkan varð bálvond,
fleygði burt brúðunum og hróp-
aði: — Hvernig vogar þú að
minnast á þá gömlu, tannlausu
kerlingu? Átt þú ekki betri konu
núna?
Allah, sagði faðir hennar. Ég
hefi eyðilagt þetta barn með eft-
irlæti, — og hann leit óttasleg-
inn á Múhammeð. En spámaður-
inn brosti og lofaði stúlkunni að
rasa út. Hún fékk hann til þess
að gleyma um stund hinu erfiða
starfi sínu sem sendimaður Allah
og leiðtogi hinna trúuðu.
Vald hans hafði stöðugt aukizt
frá sigrinum við Badr. Erfiðleik-
ar hans voru nú einkum á hinu
andlega sviði. í Medina voru
þrjár ættkvíslir Gyðinga, og
kváðust þeir einir hafa alla
vitneskju um guðleg lögmál, feng-
in af Móse.
Múhammeð reyndi að komast
að málamiðlun. Hann sendi
sendiboða til þeirra og tjáði Abu
Bekr honum hvað hann skyldi
segja við Gyðingana.
— Þú skilur hvað ég hefi sagt?
Gyðingar segjast komnir af ísak,
syni ættföðurins Abrahams. En
segðu þeim, að Arabar séu komn-
ir af Ismael, öðrum syni Abra-
hams. Þar af leiðir, að Arabar eru
einnig útvalin þjóð og fyrirheit
guðs á við þá einnig. Og Mú-
hammeð hefur heyrt raust guðs,
eins og Móse.
Þessi útlegging ritninganna
vakti mikla kátínu Gyðinganna.
Hver og einn endurtók háðsyrðin