Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 90
98
ÚRVAL
Þrenns konar æfingar voru fyr-
irskipaðar. í fyrsta lagi á sjúkl-
ingurinn að halda blýanti eða ein-
hverju líku áhaldi á milii tanna
sér í svo sem tíu minútur, áður
en hann fer að sofa. Þetta virð-
ist svo sem ósköp auðvelt, en
kjálkavöðvarnir byrja að kvarta
eftir svo sem 4-—5 mínútur, en
það er merki um, að þeim sé að
aukast þróttur til að halda munn-
inum einnig lokuðum í svefni.
Önnur æfingin er álitin styrkja
og stytta vöðvana, sem halda
neðri kjálka og tungu í „fram-
stöðu“. Fingrum er þrýst framan
á kjálkann og þeim haldið í þeirri
stöðu. Þannig er kjálkunum ó-
sjálfrátt þrýst aftur á við. Siðan
er tungunni þrýst að neðri tann-
garði. Slíkar æfingar nægja til
þess að framkalla hinn æskilega
verk eftir 2—3 mínútur.
Sagt er, að söngfólk þurfi ekki
að leggja stund á þriðju æfing-
una sem miðar að stjórn gómfill-
unnar. Sjálfboðaliðinn getur séð
i spegli, hversu gómfillan lyftist,
þegar hann segir „ah“. Svo reyn-
ir hann að ná sama árangri án
þess að framkalla hljóðið. 3—4
min. æfing af slíku tagi, sem iðk-
uð er, skömmu áður en gengið
er til náða, mun herða háls-
vöðvana og minnka líkurnar á
titringi gómfillunnar.
Dr. Flack er samt ekki bjart-
sýnn, þrátt fyrir nokkurn árang-
ur af tilraununum:
„Ég er ekki vongóður um lækn-
ingu við hrotum“, viðurkennir
hann. „Samt er það satt, að hjálpa
má um helmingi þeirra, sem þjást
af hálshrotum, en eru að öðru
leyti heilsuhraustir. En slíkt
byggist auðvitað á því, að þeir
ástundi æfingarnar. En það er að
öðru leyti ólíklegt, að nokkrum
takist að grafa upp einhverja
undralækningu við hrotum.
Niðurstaðan verður því þessi:
„Hrotur, sem ógna hjónabands-
hamingjunni eða valda slikum
vandkvæðum, tilheyra verksviði
hjúskaparráðgjafans — en ekki
læknisins“.
Heilræði.
EYDDU ekki peningum, áður en bú eignast i>á.
GEYMDU ekki til morguns Það, sem gerast á í dag.
HAFÐU vissan stað fyrir hvern hlut og hvern hlut á sínum stað.
KAUPTU aldrei hluti, Þótt ódýrir séu, sem Þú ekki þarft.
DÆMDU aðra vægilega, en sjálfan þig strangt.
— Almanak Þjóðvinafélagsins 1885.