Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 160
168
UR VAL
og gullkornin, sem hinir lærðu
Gyðingar létu falla í sambandi
við kenningar Múhammeðs. En
sendiboði guðs þoldi ekki háð.
Þegar hafði arabísk skáldkona,
sem hæðzt hafði að siðareglum
Múhammeðs, verið kyrkt. Sá at-
burður varð ekki til þess að milda
Gyðinga.
Hneykslismál í sambandi við
konu varð til þess að hleypa öllu
i bál og brand, og Múhammeð
fór með her á hendur ættbálki
Gyðinga er nefndist Kaynoka.
Dag nokkurn kom ung kona,
fylgjandi Múhammeð, að tjaldi
guiismiðs af Gyðingaættum. Hún
var með andlitsblæju og vildu
Gyðingarnir neyða hana til þess
að taka hana af sér, en hún neit-
aði. Laumaðist þá gullsmiðurinn
til þess að festa niður pils henn-
ar, þar sem hún sat, með þeim
afleiðingum, að það rifnaði er
hún stóð upp og stóð hún nakin
upp að mitti fyrir allra augum.
Stúlkuvesatingurinn rak upp
neyðaróp og Arabi er kom á vett-
vang drap gullsmiðinn umsvifa-
laust. Allt komst í uppnám.
Er Abu Bekr frétti um atburð
þennan, sá hann þegar, að Mú-
hammeð gat notfært sér hann.
Fylgismenn Múhammeðs settust
um Kaynoka og eftir hálfan mán-
uð gáfust Gyðingarnir upp gegn
því skilyrði að fá að halda lífi.
Það varð brátt heyrum kunn-
ugt að Múhammeð hefði aðeins
tekið fimmtung af eigum Gyðinga
i sinn hiut en skipt afganginum
milli fylgismanna sinna. Þegar
han prédikaði i Moskunni flykkt-
ust menn til hans og fjöldi manna
gekk honum á hönd.
Faðir Aicha, sem undir yfir-
skyni kaupmennsku sendi menn
í allar áttir og fékk fréttir vir
öllum landshornum komst að
því, að Mekkabúar hugðu á
hefndarieiðangur til Medina.
— Höfðinginn Sofyan liefur
svarið þess eið, að snerta ekki
konu fyrr en hann hefur sigrað
Múhammeð, sagði njósnarinn við
Abu Bekr.
Abu Bekr hló. •— Það væri synd
að koma í veg fyrir slikt of lengi!
— En kona hans, Iíind, ásamt
fimmtán öðrum hinna tignustu
kvenna hefur heitið því að fylgja
honum og hinum höfðingjunum
til bardagans. Sofyan hefur 3000
manns undir vopnum, þar af eru
700 í hringabrynjum, og 200 á
hestum. Þeir ætla að koma alla
leið hingað.
Þetta var alvarlegt mál. í
fyrsta sinn deildi Abu Bekr við
meistara sinn og tengdason. Hin-
ir yngri ibúar i Medina hrópuðu:
— Við leggjum til atlögu við ó-
vinina, — og við munum sigra
eins og við Badr!