Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 30
38
Ú R VA L
stígvél. Gegnum kúpt horn-
spangargleraugun, sem bera vitni
vísinda- og menntamanninum,
þrátt fyrir kúrekabúninginn,
starir hann án afláts á hluti
nokkra, sem liggja á borðinu
fyrir framan hann.
Hlutir þessir eru tvær silfur-
gráar hálfkúlur úr málmi, sem
dr. Slotin færir örhægt og með
varúð, hvora nær annari, og not-
ar til þess venjulegt skrúfjárn.
Hálfkúlur þessar eru kveikjur úr
kjarnorkusprengju.
Samstarfsmaður dr. Slotins —
við getum kallað hann „X“ —
stendur á bak við liann, laglegur
og stillilegur maður á saina aldri.
Hann lætur aðra liönd sína hvíla
á öxl dr. Slotins og fylgist af á-
huga með tilraun lians, sem hann
hefur aldrei séð gerða fyrr.
Hinir sex eru ýmist aðstoðar-
menn eða tæknisérfræðingar,
staddir þarna fyrir hendingu og
fylgjast með tilrauninni. Tveir
standa fyrir framan borðið í um
það bil sex feta fjarlægð, hinir
á bak við það, átta fet frá því
eða lengra.
Dr. Slotin virðist öruggur, allt
að því með gleðibragði. Hann
hefur alltaf hálft i hvoru gaman
að þessari tilraun, kallar það að
kitla drekann í sporðinn, og hef-
ur framkvæmt hana að minnsta
kosti fjörutiu sinnum. Hinir eru
þó haldnir nokkrum ugg, vita að
það er enginn barnaleikur að
handfjatla kveikjur kjarnorku-
sprengjunnar.
Dr. Slotin hlustar stöðugt eftir
tifi geigermælisins og verður um
leið tíðlitið á tæki nokkurt,
„neutronuvörðinn" svonefnda,
sem skráir geislamagnið frá hálf-
kúlunum rauðri, hvikandi linu á
rennandi pappírsræmu. Línan
ris að sama skapi og þær nálgast
hvora aðra og tif geigermæiisins
verður hraðara.
Skyndilega er sem geigermæl-
irinn verði snarbrjálaður, og í
næstu andrá þagnar hann alger-
leg'a. Á sama vetfangi skynja þeir,
sem viðstaddir eru, fremur en
sjá annarlegan, bláan bjarma,
sem yfirgnæfir sólskinið. Um leið
lýtur dr. Slotin fram og færir
liálfkúlurnar með berum hönd-
unum fjær hvor annarri. Svo
réttir liann úr sér og hörund
hans er náfölt undir sóldökkv-
anum.
Ósjálfrátt og svefngenglum lík-
astir hraða allir sér út úr saln-
um án þess að mæla orð frá vör-
um. Sumir þeirra kenna rammt
bragð í munni sér og dofa á
tungu, þyrrkingslegt, súrkennt
bragð, sem ber vitni mikilii
geislavirkni. Yafalaust finna sum-
ir þeirra einnig til nokkurs ótta
með sjálfum sér. Að öðru leyti