Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 103
ÖRYGGIÐ VPPI í LOFTINU
111
umferðarstjórnina. Ef til vill
liggur lausnin i því, að sjálfvirkar
reiknivélar verði iátnar vinna
drjúgan hluta af störfunum. AS
minnsta kosti er tælcnin á því
sviSi alltaf aS fullkomnast.
Álagasaga.
ÞÁ EE síra Páll Sigurðsson var prestur á Hjaltabakka fór
hann eitt sumar með frú sinni, Margréti Þórðardóttur, í kynnisför
til foreldra hennar að Litla-Hrauni. Þar dvöldu þau viku. Einn
þeirra daga fóru hvort tvéggja hjónin út í Ásgautsstaðaey. I
eynni vaxa ýmsar tegundir blóma. En þau ummæli fylgja, að þar
megi ekkert blóm slíta upp. Sá, er það gerir, missir beztu skepn-
una sína. Sira Páll var enginn „hindurvitna“ maður og lagði
engan trúnað á þetta. Hann batt sér þar blómvönd og hafði með
sér. Nú var spáð, að hann mundi missa reiðhestinn sinn eða verða
íyrir einhverju óhappi áður en hann kæmist heim til sín. Það
rættist þó ekki. Þau komust tálmunarlaust norður heilu og
höldnu. En er heim kom að Hjaltabakka, sagði heimilisfólkið
þeim, að þau hefðu orðið fyrir slæmum skaða. Einn daginn, sem
þau voru i burtu, hefði beztu kúnni þeirra orðið fótaskortur
rétt hjá fjósinu, dottið áfram og hálsbrotnað. Það bar saman, að
þetta hafði viljað til sama daginn, sem prestur sleit upp blómin
í Ásgautsstaðaeyju.
Síra Páll sagði mér þetta og bætti svo við: „Ég legg ekki
trúnað á „kreddur", en get ekki heldur fallizt á „tilviljunar“-
hugmyndina. En nú litur þó svo út, sem „tilviljunin" hafi gengið
í lið með „kreddunrji". — Brynjólfur frá Minna-Núpi.
Langlífi á Balkanskaga.
ÞJÓÐIRNAR á Balkanskaga hafa löngum haft orð á sér fyrir
það, hve margir ná þar háum aldri. Ef dæma má af eftirfarandi
upplýsingum, á þessi orðrómur enn fullan rétt á sér. Sagt er, að
á Balkanskaga sé fjöldi bænda, sem ganga að fullri vinnu á ökrum
úti 80 til 90 ára gamlir. 1 þorpi einu í Makedóníu með um 500
íbúa eru 4, sem náð hafa 100 ára aldri. Einn þeirra á 6 börn, 31
barnabarn, 28 barnabarnabörn og 4 barnabarnabarnabörn. Hann
er 105 ára og kona hans 104, bæði eru hraust og ganga að vinnu.
Það fylgir sögunni, að þau hafi alltaf borðað hvitlauk.
— Heilsuvernd.