Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 155
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
163
VAR er hann, þessi
MúhammeS, sem þú
ert alltaf aS tala um?
ViS viljum fá aS sjá
hann.
— VeriS rólegir, hann kemur.
Á markaSstorginu í Medina
voru höfðingjar ættbálkanna sam-
an komnir. Þeir höfSu komið á
úlföldum sínum hvaSanæva úr
Arabíu og létu nú spurningarnar
dynja á hinum vinsæla og mælska
kaupmanni Abu Bekr. Hann var
frá Mekka og hafSi ýmsar fréttir
þaSan að færa.
— Allah er einn og Múhammeð
er spámaður hans, ó bræður.
•Hirðingjarnir reikuSu frá einni
vin til annarrar, rænandi og rupl-
andi hvar, sem þeir fóru, og þeir
vissu lítið hvað fram fór i
grannlöndunum eða jafnvel í
næsta nágrenni. Abu Bekr frá
Mekka hafði sagt þeim, að hinir
kristnu hefðu stofnað mikið ríki
í Býzans og ættu í ófriði við
Persa. Hann hafði einnig sagt
þeim, að handan Rauðahafs væri
hið svarta keisaradæmi Eþíópíu,
þar sem guð hinna kristnu væri
einnig dýrkaður. En einkum og
sérílagi talaði Abu Bekr um
Múhammeð, spámann hins eina
guðs, Allah.
— Hvers vegna er Allah einn
guð? spurði ættarhöfðingjarnir.
Við höfum dýrkað hann um aldir
ásamt með öðrum guðum okkar.
Erum við þá Gyðingar eða kristn-
ir, að við eigum aðeins að trúa
á einn guð? Þeir segja einnig að
hver maður me'gi ekki eiga nema
eina konu.
Þeir tóku allir undir þessi orð,
en Abu Bekr lét það engin áhrif
á sig hafa. Hann sat í tjaldi sínu,
innan um dýrmæt teppi og á-
breiður úr silki, handlék fögur
vopn sín, brosti, öruggur um
sannleik þess, er hann boðaði.
Hann talaði stöðugt um þá ó-
trúlegu hluti, sem gerðust í
kringum vin hans, MúhammeS.
— Já, það veit Allah, að ég
tala sannleika. Múhammeð er af
góðu fólki kominn, en hann leit-
aði sannleikans og þess vegna
gerðis^ hann hjarðmaður. Tutt-
ugu og fimm ára að aldri gekk
hann í þjónustu hinnar auðugu
ekkju Khadija. Hún var þá fer-
tug, og hún varð ástfangin í hon-
um, prettaði föður sinn til að
samþykkja ráðahaginn og giftast
Múhammeð. — Þú tekur þér ekki
aðra konu meðan ég lifi, sagði
hún við Múhammeð, og hann
gekk að því.
Þeir, sem hlýddu á Abu Bekr,
skellihlógu, er hann hafði mælt
þetta.
— Hvað er að heyra, sagði einn
þeirra. — Maður á þrítugsaldri