Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 66
74
Ú R VA L
í snertingu við samhljóma al-
lieimsins með þeim hætti sem fá-
um er gefið.
Jón Árnason var í ætt við spá-
menn og mannkynsfræSara. Þess
vegna er hann ógleymanlegur
þeim er kynntust honum bezt.
Indriði Indriðason.
★
Skófla með sárabindi.
MEÐAN Bretar og Tyrkir áttust við í Mesopótamíu í fyrra
stríðinu, bar svo við eitt sinn, að Tyrkir voru að grafa djúpar
skotgrafir andspænis víglínu Breta. Sást ekki annað til þeirra
frá Bretum yfir sandinn, en skóflurnar og stundum ofan á húfu
þeirra. Þeir höfðu byrjað í myrkri um kvöldið og haldið áfram
alla nóttina og þannig látið húmið skýla sér. Þegar farið var að
birta gátu Bretar fylgzt með, en höfðu ekkert annað að gera
en reyna að hitta Tyrkina eða verkfæri þeirra, þegar þau komu
upp fyrir sandinn. Einn Tyrkjanna fór samt að taka Þátt í leikn-
um. Hann rétti skóflu hvað eftir annað upp úr gröfunum, en
kippti henni snögglega niður aftur. En svo var það að hann hélt
skóflunni lengur uppi en venjulega, og þegar hann rétti hana
næst upp, var sárabindi vafið utan um hana.
— Reader's Digest.
★
Kafbátur niður á 5000 m dýpi.
LÉTTBYGGÐUR KAFBÁTUR, sem minnir á búrhveli, flytur
að líkindum vísindamenn niður á 5000 metra dýpi árið 1963. 1
nefinu á bÉjtnum, sem er snubbótt eins og á búrhvelinu, er klefi
fyrir tvo vísindamenn. Þar geta þeir setið í næði og kannað hin
miklu djúp, sem ekkert mannlegt auga hefur enn litið, þvi að
venjulegir kafbátar geta ekki komizt nándar nærri svo djúpt. Það
svæði hafsbotnsins, sem þannig er hægt að kanna nákvæmlega með
athugun, er meira að flatarmáli en allt þurrlendi jarðarinnar.
Kafbátur þessi, sem kallaður er Aluminaut, er gerður úr aluminí-
um, og bæði sterkur og léttur. Hann er talinn geta þolað hinn
mikla þrýsting, sém að honum leggst á 5 km dýpi. í honum
verður hljóðradar, sjónvarp, myndavélar og fleiri tæki til könn-
unar. — Science Digest.