Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 185
ÞEGAR UNGLINGAR GANGA í HJÓNABAND
193
var giftingarmarkið fært miklu
aftar, enda þótt þroskinn komi
nú talsvert fyrr. Afleiðingarnar
eru óheilbrigt tilfinningalif, sem
getur leitt af sér vansælu og sið-
spillingu á ýmsum sviðum.
Eru unglingahjónabönd bezta
lausnin á þessum vanda? Unga
fóikið sjálft heldur, að svo sé.
Skoðun þessi er að mik'u leyti
byggð á því, að afkomumöguleit-
arnir i menningarlöndunum eru
yfirleitt það góðir, að ungu fólki
finnst hægurinn hjá að stofna
til heimilis. Og ekki er það til
að draga úr, að gift stúlka getur
í flestum tilfellum haTdið vinnu
sinni, ef hún kærir sig um.
Því miður er óþolinmæði ungl-
inganna til að lifa sjálfstæðu lífi
ekki bundin við það eitt að ganga
i heilagt hjónaband. Mikið er um
ástasambönd unglinga án hjú-
skanar, en margir riá ekki á-
stæðu til að fetta fingur út í
það, ef hjónabandið er á næsta
leiti.
Seytján ára gömul stúlka sagði
nýlega við mig og snéri upp á
sig: „Ég veit alveg, hvernig
kunningjar minir hafa sér, og
því skyldum við Jinrmy vera
öðruvísi? Ég sé ekkert athugavert
við, að við sofum saman, úr þvi
við ætlum að gifta okkur á næsta
ári.“
Þar sem þessi hugsunarhátt-
ur er ríkjandi, er ekki nema von.
að gamanið verði stutt. Ef brúð-
hjón þessa árs verða svipuð þeim
í fyrra, fer ekki hjá því, að ná-
lægt 21 þúsund unglingsstúlkur
verði með barni á giftingardag-
inn þeirra. Og allar hagskýrs’ur
benda til, að stór hluti þessarra
hjónabanda endi illa.
Ef hlutfallstölur síðustu ára
haldast nokkurnveginn óbreyttar
næstu tuttugn árin, mun þessu
fólki vegna þannig í hjúskapn-
um: Eitt af hverjum fjórum
hjónaböndum, þar sem brúður-
in var 10—13 ára 1901, verður
ekki við Iíði lengur árið 1981.
En þar sem aldur brúðarinnar
var 19—22 ár verður útkoman
talsvert skárri, eða eitt hjóna-
band af hverjum tíu farið í liund-
ana.
Mörg af þessum hjónaböndum
munu slitna lcngu áður en þess-
um tveim áratugum er náð,
vegna þess að því yngri sem
stúlkurnar gifíast því fyrr ber
skilnaðinn að, e-f annars verður
af honum.
Ég hef rætt við nokkrar af
þeim ungu eiginkonum, sem hafa
orðið fyrir vonbrigðum með
hjónabandið. Þeim finnst róman-
tíkin hafa verið nokkuð fljót að
hverfa. Mér sýnist ástæðan ti!
þessarar afstöðu fyrst og fremst
vera skortur á þroska.