Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 156
164
ÚR VAL
að gera sig ánægðan meS konu,
sem gæti veriS móSir hans!
En Abu Bekr hélt áfram.
— Múhammeð var tryggur
Khadija. Ég hefi fylgzt með þeim
allan þennan tíma og veit allt
um þau. Þau voru mjög haming'ju-
söm og eignuðust fjórar dætur,
sem nú eru allar giftar.
— Og enga syni? hrópaði ein-
hver. Hvaða karlmaður er það,
sem ekki getur syni?
En Abu Bekr ansaði engu, en
sagði nú frá því, sem nálgaðist
hið dularfulla.
— Múhammeð leitaSi guðs.
Ekki verndaranda, guðdóms í
uppsprettu eða steini, heldur hins
eina guðs, skapara heimsins.
— Hann var vanur að dvelja i
helli nokkrum og hugsa um hin
dýpstu rök. Hellirinn er á Hira-
hæðunum, spölkorn utan við
Mekka. Og nótt eina er hann var
þar, kom yfir hann mikil þján-
ing. Honum leið eins og konu í
fæðingarhríðum. Hann féll á hné.
Kvalirnar voru slikar að hann
ætlaði að varpa sér í klettagjá
þar í grennd. Titrandi og skjálf-
andi komst hann heim til
Khadija. Fölur, ískaldur og með
glamrandi tennur, stamaði hann:
— Feldu mig, skýldu mér. Þegar
hann kom til sjálfs sín aftur
skýrði hann frá, hvernig hann
hefði heyrt rödd er kvalirnar
voru sem mestar, og þessi rödd
sagði: — Þú ert sendiboði guðs!
Ilann skýrði Abu Bekr strax
frá þvi, sem gerzt hafði. Og Abu
Bekr varð fyrsti lærisveinn hans.
Eftir þetta heyrði Múhammeð
oft þessa rödd og einn dag skip-
aði hún: — Lestu! En hvað átti
hann að lesa? Múhammeð vissi
það ekki. Þrisvar sinnum var
honum skipað að lesa og loks
sagði röddin: — Lestu, — i nafni
drottins, sem mig hefur skapað.
Það var langt siðan þetta var,
Khadija var látin og Múhammeð
sinnti ekki öðru en að útbreiða
boðskap sinn.
— Þú átt að eiga dóttur míria
Aicha, sagði Abu Bekr, — en
brúðkaup ykkar getur ekki farið
fram strax, þar eð hún er aðeins
átta ára að aldri.
Menn hlýddu undrandi á Abu
Bekr. Hann var vel máli farinn
og kunni þá list að vekja undr-
unarfulla þögn áheyrenda sinna.
En er hann þagnaði hófust hróp-
in að nýju: — Við viljum fá að
sjá Múhammeð!
Abu Bekr kom alltaf við og við
til Medina og alltaf flutti hann
nýjar og nýjar fregnir af Mú-
hammeð og vitrunum hans. Allir
ættflokkar Araba vissu nú deili
á spámanninum án þess að hafa
hann augum litið. Hann ruddi
sér braut í hugum fólksins.