Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 122
130
Ú R V A L
snöggt. „Eftir þeim upplýsing-
um, sem ég hef frá prófessor
Smith er kannski eins rétt að
stinga pabba gamla inn líka!“
Lögreg'lumaSurinn hafði mann-
inn meS sér til lögreglustöðvar-
innar og sendi skóna hans til
Sir Sydney. Hann kvað upp þann
dóm, aS skinnpjatlan væri ein-
mitt af þessum skóm. Innbrots-
þjófurinn taldi sér ekki fært að
mótmæla þessu og' játaði brot sitt
og sagði við lögregluna: „Það er
bölvuð ósanngirni, að einkalíf
manns skuli vera sett undir smá-
sjá!“
Sir Sydney Smith er fæddur i
Roxburg í Nýja-Sjálandi árið
1883, og er sonur gullleitarmanns.
Sydney hóf að stunda nám í
læknaskólanum í Edinborg eftir
að hafa unnið þrjú ár í lyfjabúð.
Enda þótt hann lylci góðu prófi,
kom fyrir atvik, sem varð þess
valdandi, að hann lagði ekki út
i venjulegt læknísstarf: Eitt kvöld
síðla drap ungur bóndi að dyrum
hjá honum og bað hann að koma
heim með sér, þar sem konan
hans lá í barnsnauð. Smith brá
skjótt við, og konan reyndist
vera með háan sótthita, og hún
tók mikið út. Ekki mátti hún
mæla, en hún lauk upp augun-
um og rétti fram aðra höndina
og greip í hönd læknisins. Eftir
að Smith hafði skoðað konuna
komst hann að þeirri niðurstöðu,
að ekki væri á færi neins manns
að bjarga henni. Hann gat því
ekki annað gert en haldið i hönd
hennar, unz hún gaf upp andann.
ÞaS tók mjög á Sidney að geta
ekki bjargað stúlkunni, og gieði
hans var brugðið. Hann taldi sig
ekki hafa nægilega hörku til að
stunda almenn læknisstörf og
slcrifaði því til háskólans i borg-
inni og spurðist fyrir um kennslu-
störf. Eina staðan, sem var laus,
var aðstoðarmannsstaða í réttar-
farslegri læknisfræði. Daginn
eftir tók Smith sér far til Edin-
borgar.
Rétt áður en fyrri heimsstyrj-
öldin endaði — en Smith var í
her Nýja-Sjálands — frétti hann,
að Egypta vantaði mann með
reynslu í réttarfarslegri læknis-
fræði til að starfa þar. Hann
sótti um starfið og fékk það.
í Egyptalandi var meira en
nóg verkefni fyrir Smith. Þar
söfnuðust fyrir áriega yfir þús-
und óafgreidd morðmál. Meðal
þeirra var talsvert af pólitískum
glæpum, sem framdir voru
snemma á þriðja tug aldarinnar.
Við rannsóknirnar á þessum
morðmálum g'erði Sir Sydney þá
uppgötvun, að kúlur úr sömu
byssunni hafa sín sérstöku ein-
kenni engu síður en fingraför
einstaklinga.