Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 188
196
U R VAI.
Tuttugu og fjögurra ára gömul
stúlka gerði þessa játningu við
mig, en maðurinn skildi við hana
vegna ótryggðar: „Ég viðurltenni,
að ég var ekki góð eiginkona •—
og var hægt að gera ráð fyrir
því, þar sem ég var ekki nema
átján ára gömul? Ég' hélt, að
hjónabandið væri fyrst og fremst
skemmtun. Og ég þykist vita, að
þú teljir það ekki fallegt af mér
að hafa tekið elskhuga, enda þótt
hann sé nú orðinn maðurinn
minn. En ég fann, að ég yrði
annaðhvort að byrja upp á nýtt
eða lifa vansæl allt mitt líf.“
Önnur fráskilin kona leyfði
mér að hafa ]>etta eftir sér: „Bill
var hreinasta barn í öllu nema
því, sem við kom kynferðismál-
um. Hann liafði enga ábyrgðar-
tilfinningu eða stöðvun í sér.
Þegar ég sagði honum, að ég væri
ófrísk, varð hann hnugginn eins
og lítill drengur. Eftir að dóttir
okkar fæddist, varð hann hryss-
ingslegur við mig, og þegar ég sá
ekki til hans, gat ég búizt við
hverju sem var af honum. Ég
hefði getað fengið skilnað livort
sem var vegna framhjáhalds eða
þess, áð hann stóð ekki í stöðu
sinni sem lieimilisfaðir, en lög-
lTæðingurinn minn ráðlagði mér
að tilgreina heldur ónærgætni og
ruddaskap.“
Mér þótti sorglegt, hve þessar
stúlkur voru orðnar beizkar i
lund og tortryggnar gagnvart
ástinni, og voru þetta þó aðlað-
andi og snotrar stúlkur, skóla-
gengnar og ekki að neinu leyti
í andstöðu við umhverfi sitt. En
í bráðlæti æskunnar höfðu þær
rokið til að gifta sig af engu
meiri fyrirhyggju en þær væru
að fara í sumarleyfi.
Það er mjög auðvelt að fá leyf-
isbréf til giftingar, kannski of
auðvelt. Það er ekki óalgengt,
að mæður segi eitthvað á þessa
lund viðkomandi ungum sonum
sínum: ,,Hvaða gegn er i að ráð-
leggja þeim að flana ekki að
neinu? Þeir segjast vera ást-
fangnir og að lífið sé stutt! Hvað
er hægt að gera?“
Fólk gerir sér grein fyrir hætt-
unni og vill unglingunum vel, on
það er eins og vilji gleymast, að
undirrót vandamálsins er hinn
öri þroski unglinganna. Það má
því segja, að nýtt viðhorf hafi
skapazt, og þjóðfélagið verður að
laga sig eftir því í tíma.
Það þarf ekki endilega að vera
skaðlegt að gera ráð fyrir, að
hjónaband sé sama og himnarík-
issæla. En staðreyndin er nú einu
sinni sú, að lífinu verðum við
að lifa á þessum misviðrasama
hnetti olckar. Þetta verðum við
hinir fullorðnu að koma ungling-
unum i skilning um.