Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 158
166
ÚRVAL
þá, svo illa, sem þeir höfðu kom-
ið fram við fylgismenn Múhamm-
eðs. Er spámaðurinn hafði tekið
ákvörðun, kom í ijós, að hann
var ráðagóður og fylginn sér. í
fyrstu fyrirsátinni fengust vopn,
fjármunir og fangar. Þá taldi
Múhammeð tíma til kominn að
leggja til alvarlegri orrustu.
Njósnarmenn tilkynntu að á
leiðinni væri mikil kaupmanna-
lest, sem sýnilega ætlaði til Badr-
brunnanna, skammt frá Medina.
— Ágætt, sagði spámaðurinn,
við leggjum til atlög'u við brunn-
ana.
Dögum saman höfðu hinir
„undirgefnu við guð“ (muslim)
undirbúið bardagann. Bar ekki
hin fagra rödd spámannsins fyr-
irmæli beint frá guði? Þeir voru
vissir um sigur, þar sem þeir
stóðu umhverfis Múhammeð.
Þarna voru á ferð eitt þúsund
Mekkabúar, skipulagðir í smá
ættfloklca, sem áttu í sífelidum
innbyrðis erjum. Múhammeð
þekkti ágreiningsefni þeirra og
notfærði sér þau. Spámaðurinn
hafði séð svo um, að óvinirnir
hefðu sólina í augun, er orrustan
hæfist. Sólin var i flokki Allah.
Er Mekkabúar nálguðust, hófu
menn Múhammeðs hróp að þeim,
og kölluðu til höfðingjanna með
nafni: — Ali! Komdu og eigumst
við!
Það var heigulsháttur að anza
ekki þessari áskorun. Múhamm-
eð hafði valið, hver ætti að berj-
ast við hvern. Brátt hnigu hinir
fjölmennu Mekkabúar hver af
öðrum til jarðar, blóði drifnir.
Spámaðurinn lá á bæn meðan
orrustan stóð. Skyndilega reis
hann á fætur og hrópaði: ■—
Hver sá, sem fellur í dag, mun
fara til paradísar!
Þetta var fyrsta orrusta Islam.
Fylg'ismenn Múhammeðs börðust
með afli trúarinnar og um hádegi
flýðu Mekkamenn og skildu eftir
alian varning sinn og 70 fanga.
Af þeim voru tveir drepnir, en
hinir látnir lausir gegn lausnar-
gjaldi.
Islam varð til þarna við Badr-
brunnana er Mekkabúar voru
sigraðir. Frá þeim degi var nafn
spámannsins Múhammeðs grafið
í huga Austurlandaþjóða. Þetta
var upphaf nýs tímabils, nýs
heimshluta. Á leiðinni til baka
frá Badr, hvíslaði Abu Bekr í
eyra Múhammeðs: — Aicha er nú
kynþroska. Hún er níu ára og
móðir hennar er komin með hana
hingað.
Spámaðurinn brosti. Fyrst, er
hann hafði séð unnustu sína, var
hún sex ára og hafði neytt hann
til þess að leika sér að brúðum
sínum, — hafði hún sýnt honum
hálsmen sín úr skeljum. Og nú