Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 53
IIVERS VEGNA FELLA TRÉN LAUF?
61
plöntur missa blöð sín undir eins
og vatnsmagnið í jarðveginum
minnkar að einhverju ráði. Amar-
yllis lucida getur vaxið, laufgazt,
blómgazt og jafnvel borið ávöxt á
einum tíu dögum.
Til eru margar trjátegundir,
sem eru laufgaðar í meira en
heilt ár. Meðal þeirra eru pálm-
ar, sem fella ekki blöð fyrr en
eftir sex ár. Drekatréð (Draca-
ena) og vindingsfuran (Pandan-
us) eru laufguð fimm ár eða leng-
ur. Lárviðartréð og korkeikin
fella ekki blöð sín fyrr en eftir
fimm ár. Þær grenitegundir eru
til, sem halda blöðum sínum að-
eins í eitt til tvö ár.
En yfirleitt halda barrtrén
laufi sínu lengur. „Lauf“ þeirra
er tvenns konar: Önnur gerðin
vex á aðalgreinunum og er næf-
urþunn og ekki græn á litinn
(grænulaus). Hin gerðin eru nál-
ar, sem vaxa út frá blaðöxlunum.
Nálar þessar geta lifað nokkur
misseri.
Plöntur þær, sem lifa í tals-
verðri hæð yfir sjávarmál, halda
yfirleitt laufi sínu lengur en þær,
sem lægra eru settar. Greniviður-
inn í Noregi, sem elur aldur sinn
í 800 feta hæð, heldur barrnál-
um sínum í fjögur til sex ár;
tegundir í tvö þúsund feta hæð
halda þeim í sjö til átta ár, en í
fimm þúsund feta hæð lengist
þessi tími upp í tíu til þrettán
ár.
Þau barrtré, sem halda skrúði
sínu lengst, eru svissneska
fjallafuran — allt að þrettán ár;
tegundirnar Pinus pinsapo og
fleiri allt að fimmtán ár.
Öldungurinn í plöntuheiminum
ber nakið fræ — er berfræving-
ur — eins og barrtrén og aðrar
skyldar tegundir. Tré þetta nefn-
ist Welwitschia mirabilis og vex
i Afríku. Þetta langlífa tré hef-
ur aðeins tvö laufblöð. En hvílík
blöð! Þau geta orðið sex feta
löng og yfir fjögur fet á breidd.
Þessar myndarlegu blöðkur end-
ast plöntunni út ævina, sem get-
ur orðið heil öld.
Hvers vegna eru tré kölluð sí-
græn, úr því þau fella lauf eða
barr? En enginn vafi er á, að
þau gera það. Við hljótum að
sannfærast um þetta, ef við at-
hugum hreisturlagið, sem þek-
ur jarðveginn í öllum barrskóg-
um. En lauffall þe-tta á sér ekki
stað á einni nóttu, heldur tekur
það yfir talsvert tímabil, — og
trén halda áfram að vera sígræn.
Af hvaða orsökum falla lauf
og deyja — eða deyja og falla?
Hvaða hag hafa trén af því?
Flestar plöntur fara ósparlega
með vatn. Megnið af þvi vatni,
sem rótin dregur að sér, gufar út