Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 143
BLÓÐUG UÖGUN í MAYERLING
151
En eftir að dóttir þeirra hjóna
kom í heiminn gans upp ósam-
komulag, sem varð að mikilli
sundurþykkju. Stefanía var stif-
lynd og stórlát, og enda þótt
Itúdolf væri liár vexti, var hún
hærri, og það olli lionum van-
metakenndar.
Afleiðingarnar urðu þær, að
Rúdolf tók aftur upp léttúðarlif
í Vínarborg. Hann var þar í
tygjum við livern kvenmanninn
á fætur öðrum og hélt skrá yfir
stefnumót sín. Hverri þessara
vinkvenna sinna gaf hann vindl-
ingaveski, og voru þau mismun-
andi að gerð eftir því, hversu
rnerkar og álitlegar þær voru í
hans augum.
Aðeins ein þessara stúlkna
heillaði hug lians lengur en
skamma stund, og fór hann oft
með hana með sér í eftirlitsferð-
irnar, en faðir hans hafði gert
hann að yfirumsjónarmanni fót-
gönguliðsins.
Þannig liðu árin við störf í
þágu hersins, veiðiferðir, ýmsar
helgiathafnir með foreldrum
Rúdolfs, og þess á milli voru frí-
tírnar og svall.
Rúdolf hafði alltaf verið tauga-
veill og hikandi úr hófi fram i
öllu, svo það nálgaðist bleyði-
mennsku. Við þetta bættist, að
nú tók hann upp á að neyta
morfíns. Ástand sálarinnar var
svo hörmulegt á stundum, að
hann heyrðist minnast á sjálfs-
morð.
Síðla ársins 1888, nokkrum vik-
um eftir þrítugasta afmælisdag-
inn hans, kynntist hann stúlku,
sem voru þau örlög ásköpuð að
eig'a eftir að bindast honum ó-
rjúfandi böndum.
Stúlka þessi hét María Vetsera
og var kölluð „barónessa“. For-
eldrar hennar voru grískir og'
höfðu efnazt í Konstantinopel og
síðan flutt til Vínarborgar. —
Sagt var, að móðirin væri ævin-
týragjörn og snjöll að koma ár
sinni fyrir borð.
Maria var rétt átján ára, þegar
hún kynntist Rúdolf, og var lík-
lega ekki eins saklaus og liann
hefur haldið hana vera. Sextán
ára gömul hafði hún átt vingott
við brezkan herforingja í Cairo,
og' sá orðrómur var á lofti í Vin,
að hún stæði í kunningsskap við
nokkra léttlynda riddaraliðs-
foringja þar í borg.
Það var hún, sem átti frum-
kvæðið að kynnunum, með þvi að
skrifa honum og' láta í ljós mikla
aðdáun. Síðan fékk hún vinkonu
sína, Maríu Larisch, til að kynna
sig, en María var greifafrú og
frænka Elísabetar keisaraynju.
Eftir þetta gekk allt fljótt og
auðveldlega. Þau Rúdolf og María