Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 85
HANN FANN VEGINN TIL STJARNANNA
93
réSu gangi himintunglanna.
Kenningar þessar réðust gegn
þeirri skoðun, að jörðin væri
miðja alheimsins og voru sam-
hljóða þeirri trú Koperníkusar,
að jörðin snerist um sólu.
Stjörnuskoðarar höfðu frá þvi
fyrsta leitt hugann mjög að gangi
plánetanna, sem var þeim hulin
ráðgáta. Allar þær rannsóknir,
sem gerðar höfðu verið á undan-
förnum öldum leiddu eklci í ljós
annað en sýndarhreyfingar plá-
netanna, þar eð athuganirnar
voru gerðar frá stað, sem sjálfur
var á hreyfingu — jörðinni
sjálfri. Farþegum í farartæki á
mikilli ferð sýnist hæggengara
farartæki, sem þeir fara fram úr
hreyfast aftur á bak. Á sama hátt
sýnist jarðarhúum Marz og aðr-
ar ytri plánetur sólkerfisins
hreyfast aftur á bak, þegar jörð-
in fer fram úr þeim á braut
sinni. (Þvi nær sem plánetan er
sólu, því hraðar fer hún á braut
sinni). Kepler réði bót á þessum
annmarka með því að gera alla
útreikninga sína út frá vissum
púnkti í geimnum.
En hvar var slíkan stað að
finna í alheimi, sem var á si-
felldri hreyfingu? Umferðartími
Marz um sólu er 687 dagar (eitt
ár þar á hnetti), og Kepler ákvað
stöðu Marz á sínum eigin afmæl-
isdegi sem grundvallarpúnkt at-
hugana sinna. Og nú hófst fimm
ára þrotlaust starf.
Nokkur af vinnublöðum Kepl-
ers eru enn til, og sýna þau ljós-
lega, að það er e-kkert smáræði
af útreikningum sem hann hefur
orðið að pæla í gegn um. En hann
reiknaði út stöðu Marz á hverri
gráðu á braut sinni og endurskoð-
aði útreikninga sína margsinnis.
Mistök á einum stað gátu eyði-
lagt margra vikna vinnu.
Þegar Brahe dó árið 1601, tók
Iíepler við starfi hans við hirð
Rúdolfs keisara. En keisarinn
greiddi honum ekki eins góð laun
og' hann hafði lofað. í augum
Rúdolfs var Kepler ekki annað en
stjörnuspámaður, sem sagði fyrir
um örlög manna. Hið mikla vís-
indastarf kunni hans keisaralega
hátign ekki að meta. Samt tileink-
aði Kepler honum bók sína Ný
stjörnufræði, sem er sambærileg
við ritin Um göngu himinhnatt-
anna eftir Koperníkus og Pricipia
Newtons.
Kepler var mjög ánægður með
þessa bók sína, en því miður vakti
hún ekki mikla athygli og varð
ekki til neins fjárhagslegs ávinn-
ings fyrir höfundinn. Og nú barði
sorgin að dyrum hjá honum : Með
nokkurra vikna millibili árið 1612
dó sonur hans, eiginkona og keis-
arinn, atvinnuveitandi hans.
Með þungum huga flutti Kepler