Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 57
TUNGUMÁL FRAMTÍÐARINNAR
65
kennurum á að skipa. Enska, sem
menn verða að tileinka sér með
slíkri „heildsöluaðferð", getur
aldrei orðið annað en „léleg“
enska.
Alþjóðatungan í framtíðinni
verður ekki eingöngu léleg, held-
ur og mismunandi í hinum ýmsu
hlutum heims. Ghanabúi get-
ur þá ef til vill ekki talað við
Indverja á þeirri tungu, en þeir
geta notað hana til bréfaskipta.
Við erum svo heppnir að geta
rakið sögu ensku tungunnar langt
skeið aftur i aldir. Sú enska, sem
við tölum og ritum í dag, hefur
þróazt af þeirri ensku, sem töl-
uð var á dögum Shakespeares, —
eldri nýensku — en hún hafði
aftur á móti þróazt úr þeirri
tungu, sem töluð var á dögum
Chaucers — miðaldaensku. Sú
I enska hafði þróazt af engilsax-
nesku, sem töluð var á dögum
Alfreðs konungs, og runnin var
úr frummálinu germönsku, sem
töluð var fyrir um það bil 2000
árum og átti rætur að rekja til
indó-evrópsku, fyrir um það bil
4000 árum. Af þessum tveim síð-
asttöldu tungum hefur ekkert
varðveitzt. Engu að síður hefur
samanburðarmálvísindamönnum
á undanförnum hundrað og fimm-
tíu árum tekizt að endurskapa
þau af merkilegri nákvæmni.
Þannig hefur enska tungan
breytzt síðustu 4000 árin. Öll
tungumál breytast stöðugt og á
ýmsan hátt.
Allir vita hve Shakespeare er
nú örðugur aflestrar. Chaucer er
okkur þó enn torskildari, og eng-
ilsaxneskan, eins og hún var á
dögum Alfreðs konungs, er brezk-
um leikmanni nú ekki síður fram-
andleg tunga en til dæmis þýzk-
an. Ástæðan fyrir þessum örðug-
leikum er fyrst og fremst fólgin
í mismunandi orðaforða.
Slikar orðabókarlegar breyting-
ar eru samt sízt mikilvægustu
breytingarnar á tungumálunum.
Þróun, sem er allt annars eðlis,
veldur mun róttækari breytingum
á tungumálum. Mikilvægastar eru
framburðarbreytingarnar.
Ef Englendingur, sem mælir á
nútíma-ensku, hitti Shakespeare,
mundi hvorugur skilja hinn fyrr
en eftir nokkra þjálfun, einfald-
lega sökum þess hve miklar hljóð-
breytingar hafa orðið á tímabil-
inu frá því Shakespeare var uppi
og til vorra daga. Einnig hafa
orðið miklar málfræðilegar breyt-
ingar á enskunni á þessum 4000
árum. Indó-evrópska málfræðin
var álíka margbrotin og sú griska,
með mörgum fallbeygingum nafn-
orða og flóknum sagnbeygingum.
Á dögum Alfreðs lconungs var
málfræðin mjög hliðstæð þeirri
latnesku. En nútíma enska hefur