Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 72
80
Ú R YA L
er rangnefni, þar sem þarna er
hvorki um eiginlegan reyk né
þoku aS ræða.
HiS ljósbláa mistur, sem oft
liggur yfir Los Angeles og næsta
nágrenni, á rætur sinar að rekja
til landfræðilegra og veðurfræði-
legra aðstæðna og gastegundar,
sem leggur út um útblásturspípur
bílanna — en á þessu svæði eru
um þrjár miiljónir bíla, sem
brenna samtals fimm milljónum
gallóna af benzíni á sólarhring.
Los Angeles stendur á sléttu
frá sjó, umluktri fjöllum á þrjá
vegu. Þegar gola stendur af hafi,
myndast þarna loftkvi, þar sem
öll breyfing andrúmsloftsins
verður ákaflega hæg, eða það
verður því sem næst kyrrstætt.
Mistur í tvo mánuði.
Þegar heita loftið uppi yfir
heldur kaldara loftlagi kyrrstæðu
við jörðu, einangrast loftmengun-
in og dregur úr skyggni að mikl-
um mun.
„Samtals eru 60 slíkir misturs-
dagar á ári að meðaltali, en áætl-
að er að andrúmsloftið haldist í
kví 262 daga á ári að meðaltali",
segir kunnur heilsufræðingur,
sem athugaÖ hefur þetta fyrir-
bæri. Misturloft þetta hefur ert-
andi áhrif á augu manna og einn-
ig á slímhúð i öndunarfærum,
en þó ekki svo að það hafi alvar-
legar afleiðingar. Samt telja kenn-
arar i Los Angeles að börnin
verði órólegri og erfiðari við að
fást i skólanum, þá daga, sem
mistur er i lofti.
Þótt ekki hafi komið i ljós að
mistrið valdi beinlínis sjúkdóm-
um, telja margir sérfræðingar, að
til langframa kunni það að hafa
nokkur neikvæð áhrif á heilsufar
íbúanna í Los Angeles.
Unnt mundi að komast gersam-
lega hjá loftmengun af manna-
völdum, en hætt er við að það
þætti helzt til dýru verði keypt
hvað siðmenninguna snertir, bæði
beinlínis og óbeinlínis. Enginn
mundí í alvöru styðja þá tillögu
að bílar yrðu algerlega iagðir nið-
ur, jafnvel þótt það væri eina
hugsanlega ráðið til að losna við
ioftmengunina af þeirra völdum.
Aftur á móti er rökrétt að á-
lykta, að takast megi að draga til
muna úr mengun andrúmsloftsins
og koma í veg fyrir spillingu þess
af hennar völdum með viðtækum
og sameiginlegum varúðarráðstöf-
unum, og að þess sé þegar nauð-
syn að hafizt verði handa um það.
Lausn þessa vandamáls verður
að byggjast á bæði læknisfræði-
legri, heilsufræðilegri, efna-
fræðilegri og verkfræðilegri
þekkingu og kunnáttu, fyrir þaul-
skipulagða viðleitni og varúðar-
ráðstafanir í öllum löndum.