Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 84
92
URVAL
var um yfirborð hennar. Þeir sem
Kepler voru velviljaðastir, gáfu
þá skýringu, að þessi fjölvísi ungi
maður væri dálítið ruglaður í
kollinum.
Kennarar hans gátu samt ekki
annað en látið sér þykja vænt um
þennan pilt, því framkoma hans
var hin þægilegasta og námsár-
angurinn frábær i latínu og'
stærðfræði. En nú var útilokað,
að hann gerðist kennimaður; til
þess var hann ekki nógu rétt-
trúaður. Þegar staða losnaði við
menntaskóla mótmælenda í Graz
í Austurríki, sótti Kepler um
starfið. Og hann varð fyrir val-
inu, enda þótt liann væri ekki
nema 24 ára gamall. Aðalkennslu-
greinin var stærðfræði.
Næstu árin voru ef til vill þau
hamingjuríkustu, sem hann lifði.
Hann varð vinsæll kennari og
smitaði nemendur sína af áhuga
sínum á rúmmálsfræði og stjörnu-
fræði. Hann kvæntist ungri ekkju,
sem var bæði falleg og rík. Hann
hélt fram kenningum, sem studdu
þá skoðun, að tunglið væri orsök
sjávarfallanna, og hann ritaði
bók, sem hann nefndi „Hinn dul-
arfulli alheimur". Rit þetta vakti
aðdáun hins fræga Galileo sem
var prófessor i stærðfræði við
háskólann í Padua. Ritið leiddi
einnig til vináttu hans við Tycho
Brahe, danska stjarnfræðinginn.
En nú tók ófriðarbliku að draga
á loft. Árið lliOO voru allir mót-
mælendur reknir frá Graz. (Þetta
var sama árið og Giordano Bruno
var leiddur á bál i Ítalíu fyrir
að halda því fram, að geimrúm-
ið væri óendanlegt og stjörnurn-
ar eins stórar og okkar eigin
sól). Kepler neyddist til að flýja
sem aðrir og selja eignir konu
sinnar, enda þótt ekki fengist
fyrir þær nema brot af sann-
virði þeirra. Hann fiúði til Prag
og hafnaði sjúkur og févana á
heimili Tycho Brahe.
Um þessar mundir var Brahe
reiknimeistari Rúdólfs II. keis-
ara. Brahe var skarpgáfaður mað-
ur og kunni á ýmsu skil. Meðal
annars föndraði hann við „gull-
gerðarlist“. En meira er um vert,
að hann var mesti stjörnuskoð-
arinn síðan Aristarkos leið. í
tuttugu ár liafði Brahe gert ótal
stjörnumælingar með stóra fjórð-
ungsgeiranum (quadrant) sínum.
(Um sjónauka var ekki að ræða,
því þeir komu ekki til sögunnar
fyrr en 1008).
Brahe tókst að fá keisarann til
að ráða Kepler sem aðstoðarmann
sinn við stjörnurannsóknirnar.
Þetta var einmitt það, sem Kepler
þurfti með, enda þótt öll tækin
væru næsta ófullkomin. Nú gat
hann lagt síðustu hönd á kenn-
ingar sínar um lögmálin þrjú, sem