Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 99
STROKUMENN í EYJAFIRÐI
107
mönnunum, er hann fann í fjall-
inu.
Fréttin um að tveir óþekktir
menn hafi sézt í fjallinu ofan
við Litla-Árskóg berst nú til
næstu bæja, þar á meðal að Ivross-
um til leitarforingjans. Stefnir
hann nú flokki sínum suður fjall
og er þeir komu að fyrrnefndum
steinum, finna þeir mennina sof-
andi i skjóli steinanna. Vakna
þeir nú við vondan draum og
ætluðu að snúast til varnar, en
enginn má við margnum og voru
þeir fljótt afvopnaðir og hendur
þeirra fjötraðar. Er nú lagt af
stað til sjávar. Komið er við á
Hellu og staldrað þar við. Þar
bjuggu þá bræðurnir Vigfús og
Þorvaldur Vigfússynir. Gunnlaug-
ur sonur Þorvaldar, sem lengi
hefur búið í Torfnesi í Arnar-
neshreppi, er þá strákpatti á
Hellu, segist hann muna þegar
komið var með strokumennina
þar á hlaðið. Segist honum svo
frá:
„Þegar ég kom út í dyrnar á
Hellu, voru nokkuð margir menn
þar á hlaðinu, ys og þys á öllu.
Þar var maður í böndum. Hann
var meðal maður á hæð, fríður
sýnum, skegglaus og' unglings-
legur. Hendur hans voru bundnar
og band fest um hanii, sem ann-
ar hélt í. Út við hestastjaka,
utar á hlaðinu, var annar maður
fullorðinslegri. Hann var með
bundnar hendur og band um sig
fest í stjakann. Talaði hann mik-
ið og hátt á sinu móðurmáli,
sem enginn heimamanna skildi.
Ileyrði ég sagt að þeir myndu
verða kjöldregnir þegar þeir
kæmu um borð.
Skipstjóri lét nú skrá allt, sem
mennirnir höfðu haft með sér
frá skipinu, annars virtist hann
ekki eins harður i garð stroku-
mannanna og stýrimaður, en
sagðist verða að gera grein fyrir
öllu sem tilheyrði skipinu.
Skipsmenn fóru nú með fang-
ana, en aðrir leitarmenn fóru
til heimila sinna.
Mikið umtal varð um þennan
atburð og flestir vorkenndu
strokutnönnunum og hefðu viljað
greiða götu þeirra ef þess hefði
verið kostur, jafnvel þeir, sem
tóku þátt í leitinni, sáu eftir að
hafa veitt aðstoð, þegar þeir sáu,
hve hart mennirnir voru leiknir.
Steinar þeir, er mennirnir
leyndust við, fengu nafnið Rússa-
steinar og halda þvi.
í sambandi við komu skipsins
til Akureyrar, segjast eldri menn
hér í sveit hafa heyrt að rottur
hafi fyrst komið til Akureyrar
með þessu skipi.
Einn heimildarmanna segist
hafa heyrt sagt, að skipverjar