Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 83
HANN FANN VEGINN TIL STJARNANNA
91
að miklu leyti stuðzt við útreikn-
inga hans sjálfs.
Lífi Keplers var spillt af styrj-
öldum og ýmsum persónulegum
örðugleikum. Samt afrekaði hann
mjög mikið um ævina. Albert
Einstein hefur kallað hann „óvið-
jafnanlegan mann“, endá er Kepi-
er meðal mestu afreksmanna vís-
indanna.
Jóhannes Kepler var sonur her-
manns, fæddist í Weil der Stadt í
Þýzkalandi 27. desember 1571.
Faðir hans fór fljótlega með her-
deild sinni til Niðurlanda vegna
uppreisnar Þjóðverja gegn Spán-
verjum. Kona hans fór með
honum. Litli drengurinn varð eft-
ir hjá afa og ömmu. Þegar hann
var á fimmta árinu, fékk hann
bólusótt, sem lamaði aðra hönd
hans og spillti sjóninni.
Ekki naut hann fullrar skóla-
göngu i bernsku, jpar sem hann
var snemma látinn skenkja öl
á veitingastofu einni. En þrettán
ára gamall var hann sendur á
klausturskóla einn í Adelberg.
Frammistaða hans þar var með
þeim ágætum, að hann hlaut
styrk til náms við háskólann í
Tiibingen. Ætlun hans var að
gerast prestur, og það var fremur
tilviljun sem varð þess valdandi,
að hann ákvað að kynna sér
stjörnufræði.
En hann varð fljótlega hugfang-
inn af þessari fræðigrein og ein-
beitti sér einhuga að henni, undir
eins og hann hafði kynnt sér
hinar byltingarkenndu kenning-
ar pólska stjörnufræðingsins
Nikulásar Koperníkusar, sem hélt
því fram fyrstur manna, að jörð-
in snerist umhverfis sólina.
„Sólin er ekki einungis í miðju
heimsins, heldur er hún lika
hreyfingarafl hans“, skrifaði
Kepler. „Hlutverk mitt er að sýna
fram á, að stjörnuheimurinn er
ekki ólíkur klukku eða sigurverki,
þar sem einn frumkraftur stjórn-
ar öllum hreyfingum“.
Nú á tímum er erfitt að gera
sér í húgarlund, hversu mikinn
kjarlc eða sannfæringu hefur
þurft til að halda fram kenning-
um, sem brutu í bága við það,
sem allir trúaðir menn kölluðu
heilagt guðs orð. (Sjálfur Iíop-
erníkus haíði frestað að birta
kenningar sínar þar til hann átti
skammt eftir ólifað, eða til árs-
ins 1543). Og burtséð frá allri
villutrú, — hver vildi trúa þvi,
að jörðin væri stór kúla, sem
geystist áfram með 18,5 mílna
hraða á sekúndu umhverfis sól-
ina og snerist jafnframt um
sjálfa sig? Hvaða kjáni sem var
vissi að væri jörðin svona óstöð-
ug, mundi henni ekki haldast á
öllum þeim fjölbreytilegu hlutum,
dauðum og lifandi, sem dreift