Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 102
110
lengd milli tveggja véla, sem
fljúga í vissri hæð í sömu átt.
HæSarmunurinn má ekki vera
minni en þúsund fet.
Herflugvélar verða að fara eft-
ir þessum reglum, þegar þær
fljúga á venjulegum: flugleiðum,
en auðvitað fara þær ýmsa útúr-
dúra. Þess vegna þverskera þær
oft hinar skipulögðu leiðir.
Leyfi til að skáskera flugleið
er gefið af stjórnendum frá flug-
hernum, sem fylgjast með öllu á
radarskerminum sínum. Ef ein-
hver hætta þykir á ferðum, er
leyfi ekki gefið, og hervélin verð-
ur að bregða sér af venjulegri leið
annað hvort í 25 þúsund feta hæð
að minnsta kosti eða undir fimm
þúsund feta hæð.
Þetta stjórnkerfi hefur haft
þann galla, að stjórnendur her-
vélanna voru skildir frá þeim
borgaralegu, enda þótt þessir
tveir aðilar gætu unnið sameinað-
ir. En nú er svo komið í Bret-
landi, að þessir aðilar hafa fulla
samvinnu milli sín, nota sömu
húsakynni og tæki.
Vandinn varðandi þær flugvél-
ar, sem fljúga mjög hátt, er enn
meiri, með því að þar er minna
skipulag á flugleiðunum og flug-
hraðinn mikill.
Fulltrúar sjö Evrópuríkja hafa
ritað undir samning þess efnis,
að setja skuli á stofn sérstaka
ÚR VAL
flugumferðarstjórn fyrir allt há-
flug í Evrópu.
Eins og sakir standa er tiltölu-
lega lítil flugumferð yfir Evrópu
í meiri hæð en 25 þúsund fet, en
þrátt fyrir það verður flugstjórn
þessi kærkomin flugmönnum, því
svigrúm það, sem þotuflugmenn
hafa til að forðast árekstur, er
mjög lítið.
Undir venjulegum kringum-
stæðum tekur það að minnsta
kosti hálfa mínútu að gera sér
grein fyrir flugvél sem nálgast,
ganga úr skugga um stefnuna og
gera öryggisráðstafanir. En þetta
er of langur tími, jafnvel við
beztu veðurskilyrði. Þess vegna
er flugumferðarstjórn af jörðu
niðri bezta öryggi flugmannsins.
Þetta leiðir hugann að tvennu.
Hið fyrra er skorturinn á færum
flugstjórnarmönnum. Umferðar-
stjórn hefur ekki eins mikið að-
dráttarafl á unga menn og flugið
sjálft, og jafnvel hefur verið
skortur á þjálfunaraðstöðu fyr-
ir þessa menn.
Hitt atriðið er það, að stjórn-
andinn á jörðu niðri hefur ekki
annað en tæki sín til að meta af-
stöðu og ástand flugvélannailoft-
inu; en eftir þvi sem flugumferð-
in eykst, þurfa flugmennirnir að
senda frá sér rneiri upplýsingar.
En það eru takmörk fyrir því, hve
mikið hægt er að leggja á flug-