Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 89
AÐ HÆTTA AÐ HRJÓTA
97
ins“ hætti að telja svarbréfin, þeg'
ar þau voru orðin 3000 að tölu,
þótt bréfin héldu áfram að ber-
ast vikum saman þar á eftir. Sum
þeirra voru sem ne-yðaróp, önnur
einkenndust af örvæntingu, upp-
gjöf, biturleika, illgirni, gaman-
semi, óskhyggju, og allt þetta
virtist gefa til kynna, að hrotur
kunni að reynast jafnhættulegar
hjónabandssælunni og löngunin
til ótrúmennsku.
Ein sárþjáð eiginkona skrifaði:
„Ég var að því komin að fá algert
taugaáfall vegna svefnleysis, þeg-
ar við ákváðum, að við yrðum að
sofa sitt í hvoru herberginu.
Vandamálið var jafnvel sálfræði-
legt. Ég vakti og beið eftir hrot-
unum í honum, jafnvel þegar
hann sofnaði, án þess að byrja
strax að hrjóta“.
Dr. Flaek valdi sér 250 sjálf-
boðaliða og vonaði, að þar af
mundu um 100 útfylla eyðublað
með fyrirspurnum og ástunda
samvizkusamlega æfingar þær,
sem fyrirskipaðar voru. 78 luku
tilrauninni algerlega, og um helm-
ingur þeirra hlaut einhverja
lækningu.
Það er ekki til nein læknis-
fræðileg skilgreining á hrotum.
Hávaðinn myndast við það, að
loft streymir inn og út um nef
og munn og er það leikur um
yfirborð slímhúðarinnar, titrar
einhver viss blettur eða arða
holdsins sem blað í klarinettu.
Ein algengasta tegund hrot-
anna orsakast við það, er inn-
öndunarloft leikur um úfinn,
holdtotuna á gómfillunni, en
hann hafa Frakkar þjálfað til
þess að framleiða hið franska,
mjúka „úfs-R“. En óþjálfaður úf-
ur, sem titrar í svefni, framleiðir
fremur hljóð, sem likist tjáningu
húsdýra. Nokkrar konur í Lund-
únum og Leeds kvörtuðu yfir því,
að dætur þeirra hrytu „líkt og
svín, sem er að stynja og rýta“.
Örlítil brjóskarða í nefinu get-
ur líka orsakað slíka truflun næt-
urkyrrðarinnar. Slíkar hrotur
geta smogið í gegnum allt sem
eimpípublístur, en þær standast
þó engan samanburð við bassa-
tóna þeirra, sem sofa með opinn
munn og titrandi úf.
Dr. Flack og starfsbróðir hans
drógu þá ályktun af upplýsingum
sjálfboðaliða og árangri tiirauna-
æfinganna, að auðveldara sé að
hjálpa þeim, sem ástunda háls-
hrotur, en þeiin, sem ástunda nef-
hrotur. Af þessu leiðir, að meiri
möguleikar eru á því að lækna
eiginkonur en eiginmenn, vegna
þess að miklu fleiri konur sofa
með opinn munn en karlar og
hægt er að halda hálshrotunum
að nokkru leyti i skefjum með
æfingum.