Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 139
FÆR BARNIÐ BLÁ EÐA BRÚN AUGV?
147
himnunnar fyrir fæðingu. Þetta
skýrir það, hvers vegna augu ný-
fæddra barna eru ætíð blá —
jafnvel hjá negrum. Seinna, að
nokkrum vikum eSa mánuSum
iiðnum, kemur svo hinn varan-
legi titur í ljós. Þessi breyting
stafar af því, að fleiri pigment-
frumur setjast í ytra yfirborð
lithimnunnar.
Þetta er venjan. En komið get-
ur fyrir, að annað augað haldi
bláa litnum, sem upphaflega var,
en hitt augað sé dökkbrúnt eða
jafnvel fleiri litir geta verið til
staðar í sömu lithimnu, þannig að
hún sé marglit — blá og brún til
skiptis. Þetta hefir verið talið
standa í sambandi við litarhátt
foreldranna.
Venjulega er visst samræmi
mitli litar lithimnunnar og ann-
ars litarháttar likamans. Þetta
sézt t.d. á hárinu. Dökkhært fólk
hefir venjulega dökk augu. En
þarna getur einnig verið um und-
antekningar að ræða, því að til
er dökkhært fólk með blá augu.
í Evrópu er liturinn á lithimn-
unni mjög breytilegur. Mest ber
á bláum augum á Norðurlöndum,
í Hollandi, Belgíu, Norður-
Þýzkalandi, írlandi og Norður-
Frakklandi. Kringum Miðjarðar-
haf ber langmest á brúnum aug-
um. Ef teknir eru allir íbúar
jarðar befir meiri hlutinn brún
augu. Sólríkt umhverfi það, sem
meirihluti mannkyns býr við, or-
sakar það, að augun þurfa á sér-
stakri vernd að halda, því að ann-
ars myndu hinir sterku sólar-
geislar valda þeim tjóni.
En við skulum aftur víkja að
bláu augunum. Blái liturinn kem-
ur ekki af pigme-nt heldur af
því, að ekkert er til staðar. Þetta
er sams konar fyrirbæri eins og
þegar okkur sýnist himinn vera
blár, þegar hann er ekki skýjað-
ur. Á sama hátt og himinninn
virðist blár, þar til skýin safn-
ast fyrir, virðist augað blátt þar
til pigment sezt fyrir undir ytra
borði tithimnunnar. Þetta gerist
venjulega skömmu eftir fæðingu,
en ef það bregzt, verða augun
áfram blá. Sá litur er varanleg-
astur og greinilegastur. Pigment,
sem sezt fyrir i lithimnunni eftir
fæðingu myndar grá, grábrún og
brún augu og ræður pigment-
magnið litnum.
AÐ ÓHLÝÐNAST harðstjóranum er að hlýða guði.
— Jefferson.