Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 148
150
UR VAL
ur verið festur við bak líksins
og höfuðiS bundið við hann með
vasaklút. Inni í vagninum var
likinu komið fyrir milli tveggja
manna.
Það var kuldi og stormur þetta
kvöld, og þegar vagninn ók úr
hlaði, hej7rðist gjamm í hundum.
Eftir drjúga stund nam vagninn
staðar fyrir utan klaustrið í
Heiligenkreuz, sem var i 5 til 6
mílna fjarlægð frá Mayerling.
Munkarnir hjálpuSu lögreglu-
mönnunum til að bera líkið inn
í trébyrgi við kirkjugaröinn, og
þar var það sett í trékistu, sem
hafði verið negld saman í flýti.
Annar frændinn, Stockau greifi,
tók gullkrossinn af hálsi stúlk-
unnar og kom honum fyrir milli
stirðnaðra fingra hennar.
A meðan var verið að grafa
gröf í kirkjugarðinum. En verkið
sóttist svo seint vegna veðurofs-
ans, að gröfin var ekki tilbúin
fyrr en eftir klukkan niu næsta
morgun.
Síðan var hún grafin, þessi ó-
gæfusama stúlka, — grafin með
leynd og án flestra eða allra
helgisiða, eins og hún hefði sjálf
tekið sig af lífi. Eða svo hafa
opinberir aðilar loks skýrt frá.
Vinkona hennar, María Larisch
skrifar: „Eini glæpur Maríu
Vetseru var sá, að hún elskaði,
en henni var komið ofan í jörð-
ina sem væri hún hundshræ.“
Bitur örlög; en sú bót er i máli,
að flestir sem til þekkja, hafa
samúð með þessari skammlífu
konu.
Sígarettureykingar aukast.
1 SKÝRSLU frá landbúnaðarráðuneyti Bandaríkjanna segir,
að á undanförnum árum hafi sígarettureykingar aukizt í heim-
inum, einkum þar sem afkoma manna 'er betri. Hefur sigarettu-
framleiðslan aukizt að sama skapi, eða sem nemur fimm af
hundraði.
Árið 1960 reyktu Bandaríkjamenn að meðaltali 3800 sigarettur
yfir árið og E’nglendingar 2800. Næst komu Ástralía, Kanada,
Irland og Nýja-Sjáland. Rússar reyktu að meðaltali helmingi
færri sígarettur en Bandaríkjamenn, en heildarneyzla tóbaks í
Sovétrikjunum, Japan og Vestur-Þýzkalandi eykst nú óðfluga.
Sama máli gegnir um tóbaksreykingar í hinum vanþróaðri lönd-
um; þar eru Þær heldur lítið útbreiddar, en aukast hraðari skref-
um en annars staðar.