Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 46
54
ÚR VAL
ráð, sem notuð hafa verið. Ekki
hefur verið hægt að komast hjá
því að nota dýr, svokallaðar
albino rottur, við tilraunirnar,
en reynt hefur verið að fara eins
mannúðlega með þau og unnt er.
Dýrin hafa verið svæfð áður en
tilraunin hófst. Því næst var
klippt alt hár af baki og síðum
með rafmagnsklippum. Að þvi
búnu var klippta blettinum hald-
ið í brennheitu vatni í vissan
tíma. Brenndu blettirnir á sum-
um dýranna voru kældir í vatni,
en á öðrum ekki, svo hægt væri
að bera saman útkomuna. Brun-
inn var hafður svo mikill og út-
breiddur ,að öll dýrin, sem enga
' vatnskælingu fengu, drápust af
afleiðingum brunans, flest af
hitalosti. Á hinum dýrunum var
brenndi bletturinn kældur við-
stöðulaust í ísvatni (0°C) í 10
mín. Þetta höfðu fáeinir vísinda-
menn reynt áður og komizt að
þeirri niðurstöðu, að kældu dýrin
dæju enn þá fyrr en þau ókældu.
Þess vegna var álitið, að kæling
bruna væri ekki aðeins óæskiieg,
heldur gæti hún verið lífshættu-
leg, ef um meiriháttar bruna (og
kælingu) væri að ræða.
Ég komst að nákvæmlega sömu
niðurstöðu, að dýr, sem hlotið
hefðu mikinn bruna og væru svo
kæld í ísvatni í 10 mínútur, dæju
fyrr en þau dýr, sem enga kæl-
ingu fengju. Ég gerði ráð fyrir
að kuldalost í viðbót við hita-
lostið flýtti fyrir dauða dýranna.
En þegar ég fór að kryfja dýrin,
kom í ljós að liau, sem voru
vatnskæld, voru miklu minna
skemmd en hin dýrin (1. og 2.
mynd). Það hlaut þvi að vera
einhver leið til að notfæra sér
hin góðu áhrif kuldans. Ég stytti
þvi kælingartímann í ísvatninu
smám saman niður í nokkrar
sekúndur og varð það til þess,
að einstaka dýr lifði af tilraun-
ina. Því næst reyndi ég kælingu
með 15 stiga vatni. Þá brá svo
við, að ekki drápust nema 70%
af vatnskældu dýrunum á móti
100% lijá hinum, sem enga kæl-
ingu fengu. Þá var kælt með 18°
vatni. Nú dóu ekki nema 30%.
En við kælingu með 22° vatni
lifðu öll dýrin. Margar fleiri til-
raunir voru gerðar, en þeim verð-
ur sleppt hér.
Við krufningu kom í ljós, að
hjá ókældu dýrunum ágerðust og
dýpkuðu brunaskemmdirnar því
lengur sem þau lifðu, en hjá þeim
vatnskældu, stöðvuðust skemmd-
irnar strax á fyrsta degi, og náðu
mjög sjaldan dýpra en í gegnum
húðina. Þessi munur var alveg
ótrúlega mikill, enda varð út-
koman eftir því: Ókældu dýr-
in, sem lifðu af hitalostið, dóu
öll af djúpum, sýktum sárum,