Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 91
Ný orkulind
^yERA má ráð fyrir að eftir
tæp tuttugu ár hafi Banda-
rikjamenn yfir að ráða geim-
förum, sem knúin verða raf-
vakinni íónorku, og geri þeim
kleift að skreppa til Marz og
halda heim þaðan aftur. Vís-
indamenn þeir, sem vinna nú
að gerð og fullkomnun slikra
hreyfla, telja þá, eins og sak-
ir standa, einu hugsanlegu
lausnina á geimferðavandamál-
unum; þeir muni, þegar til
kemur, duga til ,langferðalaga‘,
ekki aðeins til Marz og Venus-
ar, heldur og til Pluto, yztu
plánetunnar í sólkerfi okkar —
en þangað eru 3.600 milljón
mílur og mundi það ferðalag
taka tuttugu ár.
Um þessar mundir vinna vís-
indamenn og tæknifræðingar í
17 bandarískum tilraunastöðv-
um að gerð íónhreyfla. Hughes
flugvélasmiðjurnar hafa þegar
til sýningar frumsmiði að slik-
um hreyfli.
Unnið hefur verið I Hughes-
smiðjunum að þessari tilraun
um tveggja ára skeið. Gert er
ráð fyrir að fullkomnari ión-
hreyfill verði tilbúinn til
reynslu siðla á þessu ári og full-
komin samstæða árið 1965, sem
síðan yrði reynd í mannlausum
geimförum. Mætti þá gera ráð
fyrir að mannað geimfar, knú-
fyrir geimför
ið íónorku, yrði sent út í geim-
inn um það bil tíu árum síðar.
Megina-flvaki hreyfiisins verð-
ur lítill kjarnaofn til fram-
leiðslu á rafmagni þvi, sem
notað verður til að margfalda
iónöreindirnar að orku, en út-
streymi þeirra þrýstir svo geim-
farinu áfram. Cesium verður
notað til eldsneytis, en elekt-
róður og tungstenþynnur til
að framleiða rafstrauminn.
Þegar cesiumgufa kemst í
snertingu við heitan tungsten,
dragast neikvæðu elektrónurn-
ar út úr cesiumöreindunum,
og myndast þá íóngas, er sam-
anstendur af öreindum með já-
kvæðri hleðslu og hefur mikla
þrýstiorku, þegar það streymir
aftur úr hreyfilstútunum.
Ekki verður sú orka þó næg
til þess að knýja geimfarið út
fyrir aðdráttarsvið jarðar, og
er svo ráð fyrir gert, að eld-
flaugasamstæður beri geimfar-
ið þann spöl, en síðan taki
íónhreyflarnir við. Þegar kem-
ur út í „tómið“ nægir aðeins
0,5 kg þrýstiorka til að knýja
2.500 kg þungt geimfar með 15
mílna upphafshraða á klst, að
sólarhring liðnum yrði hraðinn
kominn upp í 375 mílur á klst,
og eftir mánuð upp í 11.000 míl-
ur á klst.
— Úr Science, stytt. —
99