Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 163
171
SPÁMAÐUR, SEM ÁTTI TÍU KONUR
Fengurinn jók liugrekki Mú-
hammeðstrúarmanna. Vegna
þessa sigurs veittist Múhammeð
nú auðvelt að skipuleggja bar-
dagafúsan her að nýju.
í desember 626, — 5. ár eftir
flóttann frá Mekka (hegire), fóru
Medinamenn herför og komu til
baka með 200 úlfalda og 200 kon-
ur, sem átti að láta lausar gegn
lausnargjaldi.
Um morguninn kom Abu Bekr
til herbúðanna og herforingjarn-
ir komu til hans, rjóðir af blygð-
Un: — Ó, faðir, sögðu þeir. Þess-
ar konur eru svo fagrar að menn
okkar hafa í hótunum að taka
þær sér til eignar. Þeir biðja
spámanninn að lofa þeim að
dveljast hjá þeim að minnsta kosti
eina nótt áður en þeim verður
skilað.
Múhammeð hugsaði málið. Það
varð að komast hjá því að upp-
reisn brytist út í hernum, og jafn-
framt varð hann að fá lausnar-
gjaldið. Hann kom með mála-
miðlun. Hermennirnir máttu
vera eina nótt hjá konunum, með
því skifyrði, að þær yrðu ekki
vanfærar.
Abu Bekr flutti hermönnunum
þessa skipun. Sá hermaður, sem
fengið hafði hina fög'ru Jowayra
í sinn hlut neitaði að láta hana
af hendi aftur. Og kvöld eitt er
Aicha kom á fund manns síns,
kom Jowayra þangað inn og
kraup við fótskör meistarans.
— Ég hataði hana frá fyrstu
stund, sagði Aicha við föður sinn.
Ég vissi að í augum Múhammeðs
var hún undurfögur.
Og spámaðurinn bað hennar
þegar og án umhugsunar tók hún
honum.
— Og' samt er ég ekki gömul,
sagði Aicha. Aðeins 13 ára. Hvers-
vegna þarfnast hann svona
margra kvenna?
— Þú ættir að vera stolt af eig-
inmanni, sem á svo fagurt
kvennabúr, svaraði faðir henn-
ar. Við erum ekki eins og Gyð-
ingar og liinir kristnu, sem aðeins
eiga eina koju. Vertu glöð yfir
því að vera uppáhaldskonan.
Skömmu seinna lá við, að hún
og faðir liennar féllu í ónáð og
allir ættingjar þeirra og stuðn-
ingsmenn þar með. Það er nefni-
lega aldrei hægt að þola að
hneyksli verði í lífi opinbers
manns, hvort sem hann er spá-
maður eða ekki.
Á ferðalögum hafði Aicha
jafnan eigið tjald meðferðis á
úlfalda þeim er hún reið. Huldi
það hana algerlega og var erfitt
að sjá, hvort nokkur væri á úlf-
aldanum eða ekki. Sögðu skæðar
tungur, að hún væri svo létt að
engu munaði, hvort hún sæti á
honum eða ei.