Úrval - 01.04.1962, Blaðsíða 110
118
ÚR VAL
menn, en meira en 2000 sinna
eigin landsmanna, sem neitað
höfðu að styðja þá. Samkvæmt
opinberum skýrslum drap hvita
herliðið, lögreglan og inntendir
bandamenn, sem voru í andstöðu
við Mau-Mau-hreyfinguna, sam-
tals 11500 hermdarverkamenn.
En drápsfýsn var ekki óþekkt
fyrirbrigði, og segja má, að
hleypt hafi verið af i tíma og
ótima. Tala hinna dauðu • var
raunverulega nokkrum sinnum
hærri en hin opinbera tala.
Kenyatta var tekinn fastur í
byrjun uppreisnarinnar. Síðar
var hann dreginn fyrir dómstól-
ana og dæmdur í 7 ára þrælkun-
arvinnu, fyrir að stjórna ólögleg-
um félagsskap. Siðan var flogið
með hann til fangelsis í hinni
fjarlægu eyðimörk Kenya, náiægt
norðurlandamærunum. Sönnun-
argögnin gegn Kenyatta við rétt-
arhöldin voru ekki veigamikil.
En það var ómótmælanlegt, að
hann var eini leiðtogi hinnar
róttækustu þjóðernisstefnu Kiku-
yumanna og að hún stóð mjög
nálægt Mau-Mau-hreyfingunni.
En mikil breyting varð í Kenya,
jafnvel á meðan Mau-Mau-upp-
reisnin stóð yfir. Stjórn Kenya
var sannfærð um, að Mau-Mau-
veikina væri aðeins hægt að
lækna með róttækum endurbót-
um, og þvi bætti hún einum inn-
lendum manni við ráðherrahóp
sinn árið 1954. Þrem árum síðar
var innlendum mönnum veittur
kosningarréttur. Tala innlendra
fulltrúa var aukin í löggjafarsam-
kundu nýlendunnar, sem verða
skyldi framtíðarþingið. Og loks
voru hinir innlendu Afríkubúar
komnir í hreinan meirihluta árið
1961. Og sjálfstæði landsins var
á næstu grösum.
Þetta voru þjáningaár fyrir
Kenyatta, sem dvaldi i fangelsi
sínu í eyðimerkurhitanum, um-
kringdur hrauni, grjóti og fúlum
vötnum. Umhverfið var líkt og
halda mætti, að landslagi háttaði
á tunglinu. Árið 1959 hafði hann
afplánað dóm sinn. Hann fékk
náðun um 28 mánuði fyrir góða
hegðun. En í stað þess að fá fullt
frelsi, var farið með hann til
annars eyðimerkurþorps, og þar
átti hann að eyða síðustu ævi-
dögum sínum i útlegð. En minn-
ingin um hann brann enn sem
sléttueldur í hjörtum landa hans.
Jafnvel árið 1960 lýsti land-
stjórinn, Sir Patrick Renison, því
yfir, að Iíenyatta væri leiðtogi
„myrkurs og dauða“. Hinir inn-
lendu svöruðu með fyrirlitningar-
hrópum. Nú fór ókyrrð vaxandi,
og margir Mau-Mau-menn, sem
nýlega hafði verið sleppt úr varð-
haldi, unnu sína villimannlegu
eiða að nýju.